Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 20

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 20
20 SKJNFAXI sannra iramfara. Og þá ætli sá tími að rc'iina upp, að Bakkus yrði rekinn alfarið úr landi, og þar með það böl, er mest hefir eyðilagt allskonar verðmæti lands- manna. Heiil og heiður fylgi Ungmennafélögunum. Pétur Zophoníasson, stórtemplar. III. A aldarf jórðungsafmæli Ungmennafélaga íslancis sendir Heimilisiðnaðarfélag íslands félögunum kveðju sína og þakkar þeim fyrir starf þeirra á liðnum tima til vakningar, viðreisnar og eflingar nytsamlegum og þjóðlegum málum í orði og verki. Ilefir Heimilisiðnaðarfélag íslands einalt átt í félags- skaj) ykkar trausta og örugga hjálp áhugasamra manna, cr hafa skilið, hve mikla þjóðernislega þýðingu endur- vakning islenzks lieimilisiðnaðar hefir. Þar hafa félög- in átt samleið til jcess að kenna þjóðinni, að lilýlegri verða heimilin, ef ekki er allt aðkeypt, sem á þeim er, og prýðilega fallega hluti má húa til úr islenzku efni. Vona eg, að lnð góða samstarf á milli þessara nytsömu félaga haldist áfram og þeim takist að sýna þjóðinni æ betur, að hollt er heima hvað. Ungmennafélög íslands lifi og eflist. Guðrún Pétursdóttir, lbrscti Heimilisiðnaðarfélags Islands. IV. í tilefni af 25 ára afmæli Ungmennafélaga íslands, levfi ég mér að færa þeim mínar fyllstu árnáðaróskir, og um leið votta félögunum, fvrir Iiönd Dýraverndunar- félags Islands, þakkir fyrir þánn mikla og góða skerf, er þau hafa lagt til dýraverndunarstarfsins hér á landi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.