Skinfaxi - 01.01.1931, Side 22
22
SKINFAXI
Þjóðernislegi grundvöllurinn.
(Eg get hugsa'ð mér, að margir ungmennafélagar geti haft
gagn og gaman af, að lesa og hugleiða bréfkafla þá, er hér
birtast. Þeir eru svo til komnir, að eg spurði formann eins
utansambands-félags, hví félag hans væri ekki í sambandinu.
Eg bjóst við, að venjulegu viðbárurnar kæmu: skatturinn,
bindindisheitið. En það varð þjóðernislegi grundvöllurinn,
sem hér var fyrir borinn. Bréfkafli Sk. G. er birtur með
leyfi hans. Kvaðst hann eiga undir drengskap mínum, hvað
eg tæki, og vona eg honum þyki ekkert úr fellt, það er máli
skiftir. — A. S.).
I.
Bréfkafli úr Strandasýslu.
Eg liefi nú á seinni árum töluvert reynt að hlera
eftir því, livað menn teldu „þjóðlegt". Þetta orð hefir
sem sé verið á allra vörum og alstaðar nálægt, eins
og guð almáttugur. Það liefir skartað í dálkum lilað-
anna, skáldin tiafa sungið því lofsöngva. Ræðuskör-
ungar liafa revnt á því mælsku sina og manna á
milli hefir verið japlað á því eins og útþvældri tó-
bakstölu. Og árangurinn af þessari eftirgrennslan
minni hefir orðið mjög á einn veg: „þjóðlegt“ er
eitthvað gamalt, eitthvað rotið og fúið, eilthvað, sem
gengið liefir sér til liúðar, eitthvað, sem verið er að
tjónka við, eitthvað, sem tilheyrir fortið, en ekki
nútíð, -— einliver afturganga, sem verið er að vekja
upp.
En frá mínu sjónarmiði lítur það nú þannig út,
að það, sem orðið er úrelt, á að fara — hversu sem
það er þjóðlegt eða „ramm-íslenzkt“. Yið eigum ekki
að vaka yfir því, að varðveita hið gamla, heldur ber
okkur jafnan að leita, — leita þrotlaust, eftir nýjung-
um, gera samanburð á þeim og því gamla. Verði