Skinfaxi - 01.01.1931, Qupperneq 24
24
SKINFAXI
ungu og framgjörnu fólki. En uú er hafin viðreisn
sveitanna. En örðug verður liún, það finnum við hezt,
sem viljum — af veikum mætli — taka þátt i henni.
Og hvort hún tekst, — það veltur fyrst og fremst á
því, hvort það tekst að hreinsa til nógu fljótt og nógu
vel. Takist það ekki, dynur eyðileggingin yfir og skil-
ur okkur eftir sem öryrkja, uppvisnaða í skrælnaðri
„þjóðrækni“.
En „landhreinsunin“ verður fyrst og fremst að verða
verk æslumnar — vormannanna. Yaxtarviðleitni, um-
bótaþrá, framsækni og nýjungagirni, — þetta eru allt
einkenni vorsins og heilbrigðrar æsku. - Ahlrei hef-
ir vandasamara og um leið veglegra lilutverk biðið
nokkurrar kynslóðar en þeirrar, sem nú er að vaxa
upp, ef hún kann að eins að Ijregðast réttilega við
því. — En um það er ekki ástæða til að efast, því
að æskan getur aldrei verið annað en æska — æska
sins tírna. Hún lætur svo sem ekki troða sér í spjar-
irnar hans afa eða hennar önnnu, þótt einhver spak-
vitur náungi segi henni, að slikt sé þjóðrækni og fari
henni vel. Henni dettur ekki annað i hug, en að sniða
sér sínar eigin spjarir eftir sínum vexti og sínum
smekk.
Annars finnst mér, að það sé einliver hlálegur tví-
skinnungur eða ósamræmi á milli æskunnar og ung-
mennafélagshreyfingarinnar. Eg lield, að það geti
verið hýsna mikill munur á ungmennafélaga og æsku-
manni, — þ. e. í einni og sömu persónu, — álíka
mikill og er á presti í prédikunarstól og presti á
stjórmnálafundi. — Eg hefi kynnst ungmennafélags-
skapnum gegnum Skinfaxa nú síðustu árin, og eg hefi
kvnnst ungu fólki víðsvegar af landinu.
Skinfaxi er fullur af heilagri lotningu fvrir fortíð-
inni. Eornsögurnar eru honum álika dýrmætar og
katólskri nunnu rnyndi vera flís úr hinum sanna
krossi. Klæðin kappanna vill hann — eða vildi —