Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 30
30
SKINFAXI
á mesta viðkvæmni, lieilasta ást, djarfastan hug og
mest af ókúguðum sannleika. Þar eru „vormenn Is-
lands“.
Þér finnst undarlegt, að félagsskapur þessarar kyn-
slóðar vill vera þjóðlegur — „reyna af fremsta megni
að styðja, vernda og efla allt, sem þjóðlegt er og
horfir islenzku þjóðinni til gagns og sóma“, eins og
stendur í gildandi sambandslögum U. M. F. í. Mér
finnst þetta benda til þess, að kynslóð ungmennafé-
laganna skilji köllun sína. Virðist þér það ekki líka,
eftir að þú liefir hugleilt framanritaða skýringu?
Veit eg það að vísu, að á einu aldursskeiði, kvn-
þroskaárunum, gelgjuskeiðinu, er unglingum gjarnt
að vilja brjóta brýrnar að baki og „eiga framtið en
enga fortíð“. En svo merkilega vill til, að á því skeiði
er ættjarðarástin hvað heitust, en hún er ekki aðeins
ást á landinu, heldur og á þjóðinni og sérkennum
hennar. Og á þeim aldri dreymir menn ekki hvað
sízt „rómantíska“ drauma. Logar í'ornra blysa eiga
þvi eigi illa við þann aldur, ef bjarma þeirra legg-
ur inn i framtíðina. — U. M. F. ná lengra en yfir
þenna aldur. Þau eru félög allra ungra krafta. Og þau
eru nógu víðtæk að verkefnum til þess, að sjá ung-
lingum á gelgjuskeiði fyrir nægum viðeigandi, gríp-
andi viðfangsefnum, þó að þeir liorfi til framtíðar
einnar. Þeim l)lasir vissulega áður varir útsýn til
beggja handa. —
Þú burðast með skýringar á hugtökunum „þjóð-
legt“ og „þjóðrækni“. U. M. F. segja: Þjóðlegt er
það, sem sérkennilegt er fyrir þjóð vora, samgróið
henni eða föst eign hennar. Sumt er það sígilt, ann-
að forgengilegt og breytilegt, en hæði er það gamalt
og nýtt. Listaverk Einars Jónssonar eru ágætt dæmi
um nýja, þjóðlega og rammíslenzka hluti. Þjóðrækni
er í því fólgin, að þekkja og skilja sérkenni þjóðar-
innar, rækja við hana sonarskvldur og líta á hag