Skinfaxi - 01.01.1931, Page 31
SKINFAXI
31
liennar og sóma fremur en annarra, að öðru jöfnu.
Þú nefnir dæmi um þjóðlegt efni, er hampað sé
sem hnossi, en raunar sé „rotið og fúið“, úrelt og
farandi veg allrar veraldar: íslenzka sveitamenn-
ingu. Eg las það milli línanna, að þú ]>ykist ná þér
þarna vel niður. Moldarkofarnir hrynja, þúfurnar
hverfa úr túnunum og afarnir og ömmurnar, sem
Guðmundur á Sandi lýsir, fara undir græna torfu.
Menn eru hættir að eta úr öskum og trogum og tré-
koppur fyrirfinnst enginn. Þá fer vist að verða litið
eftir af sveitamenningunni marglofuðu handa o'ss
ungmennafélögum að bjástra við — finnst þér ekki?
Gallinn er bara sá, að rök þín sanna ekkert af
þvi, sem þú ætlast til. Islenzk sveitamenning er ekki
óumbreytanleg og æ hin sama, því að el' liún væri
það, þá hætti lnm fljótt að vera menning. Hún er
sifelldur vöxtur og eilíf þróun. Lainbhúskofinn hans
afa, í sögu Guðmundar Friðjónssonar, er engin menn-
ing, freniur en húsið, sem reis á rústum hans. Húsa-
kynni, matarílát, eldhúsreykui', þýfð tún og „bölvað
ekki-sen ílátaleysið“ -— þetta er engin menning, lield-
ur umhúðir menningar — nokkuð af þeim kjörum,
sem hún á við að búa. Gildir um það sama og fötin
mín í dæminu hér að framan. Dauðir afar og sálaðar
ömmur geta verið sæmilegir fulltrúar sveitamenn-
ingar sins tima, en ekki þeirra ára, sem nú líða. Ef
þú villt leiða fram fulltrúa íslenzkrar svcitamenn-
ingar um siðustu aldamót, þá geturðu tekið t. d.
samvinnufrömuðina og alþýðuskáldin i Þingeyjar-
sýslu: Jakob Hálfdánarson, Benedikt frá Auðnum,
Sigurð i Yztafelli, Þorgils gjallanda, lndriða á Fjalli,
Guðmund á Sandi o. m. fl. Og fulltrúar sveitamenn-
ingar yfirstandandi ára gætu verið t. d. Bjarni i Hólmi
o. fl. skaftfellskir rafmagnsmenn. íslenzk sveitamenn-
ing getur engu síður búið við slétt tún, skrúðgarða
og góð steinhús, en þýfi og moldarhaðstofur. Eg ef-