Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Síða 32

Skinfaxi - 01.01.1931, Síða 32
32 SKINFAXI ast meira að segja ekki um, að hún þoli bæði raf- Ijós og' útvarp í viðhót. „Óáran í mannfólkinu“ fær ein unnið henni tjón. Flóttinn úr sveitunum er ekki flótti frá sveitamenn- ingunni til annarrar betri — malarmenningar. Að því levti, sem um flótta er að ræða, er liann frá einangr- un og erfiðum lífskjörum. Getur verið, að sveitirn- ar liafi „sáralítið haft að hjóða“ af ýmsum gæðum, en þær liafa þó alltaf getað og geta enn boðið það, sem „ungu og framgjörnu fólki“ er fyrir mestu: veg- leg og óþrjótandi verkefni. Viðreisn sveitanna er hafin, segir þú, og mér virð- ist liggja á bak við, að liklega sé „þjóðlegum“ ung- mennafélögum ekkert um þá viðreisn, með öðrum búnaðarháttum en áður tíðkuðust og hreyttri menn- ingu. En hefirðu athugað, hvern þátt ungmennafé- lagar eiga í þessari viðreisn? Margir vinna vel að lienni að vísu, en eg vona þú teljir ekki síztan hlut þingmanns ykkar Strandamanna. Tryggvi Þórlialls- son er einn af þjóðlegu ungmennafélögunum, jafnvel meðal þeirra þjóðlegustu, og sannar það, að ])jóð- leg stefna og nútiðar landbúnaður rekast ekki á. Eg gæti nefnt heilan hóp ágætra ungmennafélaga, sem standa mjög framarlega í harátlu fyrir viðreisn sveitanna. Eg veit ekki betur, en þeir vinni allir á ])jóðlegum grundvelli og í trú á sífrjóa íslenzka sveita- menningu. En þeir vita muninn á þjóðlegri kyrrstöðu og þjóðlegri þróun — vita, að liið fyrra er skaðlegt, menningarlaust; hið síðara liollt og skilvrði til menn- ingar. Eg get ekki svarað fyrir einstaka ungmennafélaga. Vel gelur verið, að einhverir þeirra misskilji þjóð- ernislega köllun sina og lialdi, að „hara ef lúsin ís- lenzk er, er þér bitið sómi“. En eg þykist liafa um- boð og vald til að mæla fyrir munn félagsheildar- innar: U. M. F. skilja, vita og vinna i samræmi við

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.