Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 33

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 33
SKINFAXI 33 þau „einkenni vorsins og heilbrigðrar æsku“, sem þú talar um. En U. M. F. þeklcja fleiri slik einkenni, t. d. eitt, sem talið er vera mjög sterkur þáttur í sálar- lífi æskumanna á vissu skeiði og heitir ættjarðarást. Eg veit ekki til, að félögin geri tilraunir til að troða unglingum i spjarir liðinna kynslóða. Þan unna hverj- um að velja klæði eftir eigin smekk og vexti, að- stöðu og hæfileikum. U. M. F. vilja einmitt lijálpa æskumönnum til að finna eða mynda eigin smekk og' þekkja eigin vaxtarlag, svo að þeir geti greint það frá smekk og vexti þeirra „fröken“ N. N. í Kaup- mannahöfn og „mademoiselle" N. N. i París. Vér ungmennafélagar erum nefndir vormenn Is- lamls. Vér teljum það heiðursnafn og viljum hera það með réttu. Þú nefnir vorið lofsamlega. Leysing og gróandi auðkenna það. Leysing U. M. F. bræðir og skolar hurt sinnuleysi, deyfð og drunga. Gróandi vors- ins skapar eigi grös né hlóm af engu. Þau spretta af fræjum, rótum og jarðstenglum frá liðnu surnri. Sama er um gróandi ungmennafélaganna. Hún skap- ar nýjan gróður af arfi liðinna kynslóða, á gamalli jörð undir gömlum himni — hvoru tveggja siungu þó. Leysing getur verið svo ólm, að liún skoli mokl- inni burtu, og þar með arfi fyrra gróðurs, blundandi fræjnm hins nýja. Telur þú hót að slikri leysingu á hlíðarnar vestan Hrútafjarðar? Koma mnndi að vísu „ný jörð“ í flögin og gróður myndast. En ])að tek- ur sinn tíma og tvísýnt, að hetra verði en áður var. — Mér skilst þú mæla með slíkri asaleysingu í þjóð- lífinu — og henni sífelldri. Eg mun kannast við „tvískinnung“ þann, er þú tal- ar um, milli æsku og ungmennafélaga. Eg hefi orð- ið þess áskynja, að mörg félög eldast með forkólf- um sínum og ná ekki til nýrrar kynslóðar. En þetta er stjórnendum að kenna, starfsaðferðum og áhrif- um frá stríðsárunum, en ekki hugsjónum U. M. F.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.