Skinfaxi - 01.01.1931, Page 44
44
SIvINFAXI
Bækur.
Skátabók. Útgefaindi Bandalag íslenzkra skála. Reykjavík
1930. Að þessu hefir skort mjög tilfinnanlega íslenzka hand-
bók um skátafélagsskap og kennslubók í því, sem skátar eiga
að læra, en nú er hún komin út. Hún er 223 blaðsíður, vönd-
uð útgáfa með fjölda mynda og kostar kr. 4,75 i linu lérefts-
bandi. Er það mun lægra en almennt bókaverð. Hefir bókiit
margvíslegan fróðleik að geyma, og hlýtur að vera mesti
happafengur hverjum unglingi. Eigi er ritstjóri Skinfaxa bær
að dæma frekar uiu bók þessa, því að hann hefir skrifað veru-
legan hluta hennar og séð um útgáfuna.
Ferðasögur eflir Jón Trausta eru nýkomnar iit. Segja
þær frá ferðum höf. um ísland, einkum um fjöll og firnindi,
og er víða við komið og skemmtilega frá sagt, eins og höfund-
ar er von og vísa. Þetta er í síðasta skifti, sem ný bók kem-
ur út eftir Jón Trausta, og eru þá prentuð ritverk hans 23
bindi. í bókinni eru nokkrar teikningar eftir höf., og liafa
sumar þeirra þegar birzt í Skinfaxa. Útgáfan er vönduð, stærð
12 arkir, en verð 5 krónur, og er það lægra en almennt ger-
ist á bókum.
Hulda: „Berðu mig upp til skýja“. Fillefu æfintýri. ltvik
1930. — Hér er bók, sem líkleg er til að vinna hvers manns
vinsældir, en er börnunum sérstaklega verulegur fengur. Hvert
æfintýrið öðru fallegra, sögð á gullfögru, látlausu máli og
efnið gripið beint úr lifi alþýðu og draumkenndum minn-
ingum frá liðmun öldum. Bókin er skreytt mörgum mynd-
um eftir 'i’ryggva Magnússon.
Skinfaxa hefir borizt önnur ágæt barnabók: Drengirnir mín-
ir eftir Gustaf af Gejersla m, sænskan höfund, frásögn
af sumarlífi tveggja Stokkhólmsdrengja úti í skerjagarði. Bók
þessi er mjög vinsæl í Svíþjóð og líklegt luin verði það einnig
hér. Hún er skrifuð af frábærum skilningi á drengjum, fjörug
og lifandi. ísak Jónsson kennari hefir jiýtt bókina og gefið út.
Félagsprentsmiðjan.