Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 5
SKINFAXI
77
Nœsta dag' var frekar dimmt til loftsins. Þó var
ákveðið að fara suður yfir lieiði til Reykjavíkur; eru
það fullir 50 km., þegar farinn er Mosfellsdalur.
Þegar kom út að heiðinni gerði skafrenning. Færð-
in var fremur stirð, braut snjóinn á kálfa. Fylgdum
við símanum að mestu og' stefndum til Mosfellsdals.
Eftir 6 klst. göngu komurn við að Laxnesi; er það
bær ofarlega í Mosfellsdal. Þaðan er Halldór skáld,
sem allir kannast við. í Laxnesi livildum við okkur
nokkura stund og þágum góða hressingu.
Þá var næsti áfangi að Álafossi. Þangað eiga allir
ungir menn erindi, þó að ekki væri nema til þess eins,
að sjá búsbóndann þar. Sigurjón bafði frétt af komu
okkar. Haf'ði hann dregið íslenzka fánann á stöng.
Svo fagnar Sigurjón jafnan flokki ungra manna, sem
koma í heimsókn til bans. Sigurjón virtist gjörla
skilja livað okkur myndi þarfast eftir svo langa
göngu, sem við böfðum að baki. Bjó hann olckur þvi
laug. Eftir að við komum úr lauginni, var okkur vís-
að til stofu; var þar islenzkur matur fram reiddur.
Hvatti Sigurjón okkur að taka rösklega til fæðunn-
ar; gerðist ])ess þó sízt þörf. Að máltíð lokinni sýndi
Sigurjón okkur ullverksmiðjuna, sem liann starfræk-
ir. Yar það okkur bæði til skemmtunar og fróðleiks.
„Styðjið íslenzkan iðnað.“ Svo befir Sigurjón auglýst.
Margir lesa þetla sem livert annað auglýsingaskrum.
En vert er að taka það alvarlega. Fjötrar fjárkrepp-
unnar eru nú sem óðasl að læsast um þjóðina; þá
mun öllum ljóst, að „bollt er heima livat.“
Frá Álafossi fórum við seint um kveldið til Revkja-
víkur; fórum við það i bifreiðum.
Á leiðinni sáum við fólksbifreið á liliðinni utan við
veginn. Er það ekki sjaldgæft, að sjá slikt í grennd
Reykjavikur. Eru það oftast merki Bakkusar, sem þar
eru reist. Markar þar fyrir stórum sporum megnustu