Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 21
SKINFAXI 93 valdsnesi á eyjunni Könnt, sem víða er getið i Heims- kringlu og Islendingasögum. Er það forn kirkja, en nýlega viðgerð. Einnig skoðuðum við Haraldsstyttuna yfir Ilarald konung hárfagra. Er það mikið minnis- merki, og í kringum það stöplar jafnmargir og fylkin voru, sem liann vann undir sig, og fylkisnafnið letr- að á hyern stein. Enn skoðuðum við þar mjög fullkom- inn barnaskóla fyi'ir 1200 börn. Kostaði lumn nærri 3 milj. króna. Má af því ráða, að ekkert hefir verið til lians sparað. Annan skóla skoðunum við í Sta- vanger, og eru þetta taldir fullkomnustu skólarnir í Noregi, enda báðir svo lil nýii*. — 1 Haugasundi er ekkert ungmennafélag, en landsmálsfélag, og sá það um móttökurnar, sem voru nxjög ánægjulegar og hlýlegar. Kvöldið, senx við komum þangað, fór stjórn félagsins o. fl. með okkur að sumarhúsi, sem félagið á á fallegum, kyrlátum stað, skammt fyi*ir utan hæinn, og dvöldum við þar lengi kvölds í góð- um fagnaði. Voru þar fluttar ræður og rabbað og dansað. Kvöldið sem við fórum, vorum við heima hjá Olav Gjerstad, skólastjóra, og snæddum kveldvei'ð. Og um kl. 11 héldum við svo af stað til Björg- vinjar og komum þangað kl. 7 árd., og var þá hring- ferð okkar lokið. I Björgvin dvöldum við 3 daga, og skoðuðum ýmis- legt, sem eftir var að sjá, og kvöldið áður en við fór- um, sátum við veizlu hjá Eirík Hirtli, ásamt ýmsum úr Vestmannalaget og stjórn þess. Var það virðulegt lióf og ánægjulegt. Að morgni, 20. ágúst, fórum við Þorsteinn svo Björgvinjarbrautina aftur til Oslóar, og svo áfram til Halden og Gautaborgar í Sviþjóð. Dvöldum þar eina nótt og liéldum svo áfram til Dan- merkur. Jón var farinn til Danmerkur á undan okk- ur, frá Stavanger, en Jakobína fór heim á „Lyra“ frá Björgvin. — I Khöfn hittum við svo Jón, og vor-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.