Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 13
SKINFAXl 85 Annað er það, sem Balckusi er mikil stoð, og það er gestrisnin. Hún er lionum allt um of samhent. Ekki vegna þess, að hún elski liann á nokkurn liátt, heldur aðeins vegna eðlis síns. Það er svo algengt á ferðalögum, samkomum og yfirleitt alstáðar, þar sem vín er liaft um hönd, að þeir, sem með það eru, sárliryggjast, ef því er hafnað. Og það er vel skilj- anlegt. Konu, sem lagt Iiefir á sig mikið erfiði, við að baka gott brauð og sér, að gesturinn snertir það ekki, þykir miður. Og þá er von að sá, sem lagt liefír fé og fyrirhöfn til að ná i vín, sé ör á þetta ágæti(!) við vini sína og kunningja. En það styður mjög að aukinni notkun áfengis. Annars eru ölvaðir menn, •—- svona yfirleitt — góð sönnun þess, að mannseðlið er ekki eins ágjarnt og það birtist á verzlunarsviðinu. II. Af eigin raun get eg ekkert um það sagt, en víða hefi eg séð, að Islendingar fari einna verst með vín, nema ef vera kynni fátækir sjómenn á öðrum stöð- uin. Og því Iiefir jafnvel fylgt ósk um það, að liægt væri að kenna þeim að fara með vin eins og kaffi!! Margt þykir mér mæla á móti því, að það megi tak- ast. Það er svo algengt, að menn drekka til að fjar- lægjast sina eigin ógæfu, en auka Iiana þá um leið. Sveitakarlarnir drekka á ferðalögum og í réttun- um. Þeir, sem liafa alla æfina orðið að „hugsa í eins- eyringum“, rétta sig nú upp og finnst þeir liafi allan æskuþróttinn endurvakinn. Konungseðlið hlossar upp, sem hversdagsleikinn var nærri búinn að kæfa. Þeir þurfa ekki annað en slá út hnefanum, þá hlýðir þeim himinn og jörð. (En sjáðu þá daginn eftir!). Verkamenn og sjómenn, sem drekka, eru að flestu leyti olnbogabörn alls þess, sem fagurt er í lífinu. Flestar hugsjónir þeirra eru að engu orðnar — sömu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.