Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 22
94 SKINFAXI um við þrir aftur samferða heim, og komum liiug- að 31. ágúst. í ferðaköflum þeim, sem eg hefi ritað hér í Skin- faxa, hefi eg að mestu aðeins getið ferðalagsins og sagt frá þeim frábæru viðtökum, sem við hvarvetna fengum, til að sýna hve viða við fórum, mikið við sáum og live vel var fyrir för okkar séð af hálfu Noregs ungdomslags og ritara þess, Aslak Torjusson, sem lét sér mjög annt um, að förin hæri sem mestan árangur fyrir okkur og að sem bezt næðist tilgangur hennar: að kynna okkur land og þjóð, lifnaðarliætli, þjóðlif og atvinnuvegi Norðmanna, enda tókst þetta j)rýðilega, þó að stutt væri dvölin á hverjum stað. Það má segja, að um þessa för okkar er svo mikið hægt að skrifa, að það efni verður seinl tæmt, og margt er enn ósagt, sem erindi á til ísl. ungmenna- félaga og annarra landsmanna. Yænli eg að fá tæki- færi síðar til að skrifa nokkra fyllri kafla í Skin- faxa um einstök efni, i von um að þeir geti orðið ein- hverjum til gagns eða ánægju. Héðan og handan. Fimleikar. Eg varð fyrir þeirri heppni að hitta Sigur'ð íþróttaakennara Greipsson á götu hér i höfuðstaðnum fyrir nokkru og bauð hann mér að koma og horfa á fimleikaæfingar, cr hann kvað nemendur sína ætla að hafa þá uni kvöldið í fimleikahúsi barnaskólans. Horfði eg á þær æfingar og varð næsta undrandi, að sjá þvílika þjálfun og samstilling er þeir sýndu eftir einungis þriggja mánaða ástundun. Sú leikni, er þeir sýndu, gal ekki átt sér stað nema að saman færi þau þrjú skilyrði, sem sé: góður kennari, sönn ástundun, og gott líkamsatgerfi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.