Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 25
SKINFAXI 97 lýsingu þeirri um Haukadalsskólann, sem birt er í þessu hefti. Skóli þessi leggur sérstaklega áherzlu á iþróttir, og ættu sem l'lest félög aö koma sér upp hæfum íþróttakennurum, með því að senda efnilega æskumenn að Haukadal til náms. Menn, sem kenna ætla íþróttir í ungmennafélögum að loknu námi, sitja fyrir öðrum um inntöku i skólann. Stjarna. Yngri deild U.M.F. Eyrarbakka gefur lit fjölritað eitt tölu- blað af Stjörnu, félagsblaði deildarinnar, þar sem minnst er tíu ára starfsemi þessa „yngsta“ ungmennafélags á íslandi. Kvæði, sem birt er á öðrum stað í þessu hefti, er tekið úr þessu Stjörnublaði, en auk þess flytur það greinar eftir 10 —14 ára börn. Eintak af blaðinu verður sent hverju sam- bandsfélagi U.M.F.Í. Skinfaxa finnst sanngjarnt, að félögin borgi ldaðið með þvi, að skrifa yngri deild U.M.F.E. bréf, henni til fróðleiks og gamans. Bending. Ástæða þykir til að vekja athygli á því, að í Skátabókinni, sem augiýst var í síðasta hefti Skinfaxa, er margvíslegur fróð- leikur, sem ungmennafélagar gætu liaft mjög mikil not af, hæði sem einstaklingar og félagsmenn. Skuldbindingin. Úr ýmsum áttum berast raddir um það, að U.M.F. hafi tek- ið sambandslagafrumvarpið, og þá einkum greinina um skuld- bindingu U.M.F.Í., til athugunar. F'lest þau félög, sem fregnir hafa komið frá, eru fylgjandi tillögum sambandslaganefndar, en nokkur hafa tjáð sig samþykk skuldbindartillögu U.M.S.K. — Eiit félag, Drengur i Kjós, hefir sent sambandsstjóra nýja tillögu um skuldbindingu. Þykir rétt að birta hana og fer hún hér á eftir: „Yér undirritaðir lofum þvi og leggjum við drengskap vorn, að meðan vér erum félagar einhverrar deildar U.M.F.Í., skul- um vér vinna af alhug að blessun lands vors, sæmd og þrif- um þjóðar vorrar, framförum sjálfra vor andlega og líkam- lega, útrýmingu áfengra drykkja og að sæmd og þróun ung- mennafélagsskaparins. Lögum og fyrirskipunum ungmenna- félaga viljum vér i öllu lilýða og ieggja fram krafta vora sérplægnislaust til starfa þeirra, er oss kann að verða falið að vinna fyrir U.M.F.Í. eða deildir þess.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.