Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 2
74
SIÍINFAXI
ið þá en nú. Þegar sótt var suður um Mosfellsheiði,
var fátt um kennileiti í hríðarveðrum. Nú er síminn
ágælur vegvísir og hægt að kallast á millum Kára-
slaða og Laxness.
Eg fór aldrei þessar ferðir; eg var svo ungur þá,
að eg taldist ekki lilutgengur. En það man eg, að mér
þótti, sem litlum dreng, mikið um vermanninn, er
hann var ferðbúinn. Mig minnir, að gamla fólkið
teldi þann bezt búinn í verið, sem klæddist heima-
unnum fötum, yzt sem innst. Eg trúði þessu þá, og
eg trúi því enn, að íslenzku nærfötin séu bezt í hrið-
arveðrum á heiðum uppi.
Það voru meðal annars minningarnar um ver-
manninn, sem hentu mcr á leiðina, sem eg fór til
Revkjavíkur i vetur. Það var og, að margir af fó-
lsgum mínum höfðu ekki farið þessa leið fyr.
Á þessum slóðum er margt að skoða og ilrnga, þótt
um vetur sé. Landslagið er að sjálfsögðu dauflegra,
þegar það er sveipað hvítavoðum vetrar, en vegfar-
andinn getur þó, sér til litillar tafar, lvft blæjuhorn-
inu og skvggnzt inn í vorlendurnar.
15. fehr. fórum við 25 saman frá Haukadal. Það
voru nemendur mínir og kennari, Jón Kristgeirsson.
Námsskeiðinu var lokið. Ferðinni var fyrst heitið að
Laugarvatni. Það var glaða sólskin, er við lögðum
af stað, en eftir stuttan tíma var komið versta veð-
ur, norðanrok og skafbylur. Þó héldum við áfrarn án
tafar og náðum greiðlega að Laugarvatnsskóla.
Á Laugarvatni var okkur fagnað ó hezta hátt.
Kveldvakan leið fljótt við skemmtiföng Laugvetn-
inga, ræðuhöld, söng og dans.
Næsta dag urðuin við lxríðartep])tir. Skemmtu
menn sér þá við allskonar íþrótlir, svo scm fimleika,
sund og glímur. Sund er mjög iðkað á Laugarvatni.