Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 9
SKINFAXI 81 Við liinn enda salarins er anddyri. Þar er rúm fyrir handlaug annars vegar, en hinum megin stigi, sem liggur upp á loft, en þar er fatageymsla. Með virðingu. Ágúst Pálsson. Söngur um vorið. (Breytt lcvæði). Er fjörðurinn blikar og brekkan mín grær, og bláhvolf við Ijómandi glgeislum hlær, og sóleyjar gullbrydda gróandi völl, og guðvefi tibráin sveipar um fjöll, og lækirnir sgngja með hlátur í hreim, og lieiðló ber vorkveðju úr sólarátt heim, þá birtist í lofsöng hver bænagjörð mín: Guð blessi þig ættjörð, ættjörðin mín. Er byr lyftir seglum um blikaiuli sjó, og bóndinn fer plógi og herfi um mó, og konan við blævindi breiðir sitt lín, og barn er á hólnum með leikföngin sín, og atlt lýsir dáðum í dagsannri önn í dalnum við hreysið, um rjúkaiuii hrönn, þá birtist i lofsöng hver bænagjörð mín: Guð blessi allt starfið þitt, vorþjóðin mín. A r n ó r S i g u r j ó n s s o n.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.