Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 7
SKINFAXI 79 eru eigi vaxin þeim kröfum, sem gera verður til lieim- kynna „vormanna" og framsækinnar æsku. Þetta eru allt of viða stíllausir kumbaldar, ljótir úti og inni, óvistlegir og kaldir, — í engu samræmi við hugsjón- ir þær, sem þau eiga að hjálpa til að fóstra. Hús ungmennafélaga eiga að vera fögur, hlý og vistleg, svo úr garði gerð, að auðvelt sé að komast þar í hrifn- ingarskap. Þetta á að vera ófrávíkjanleg krafa. Feg- urðin kostar miklu fremur hugsun og kunnáttu en fé, svo að fátækt félaganna þarf hér ekki að vera til fyrirstöðu. Húsagerð U.M.F. á að vera liður í þeirri meginframsókn sveita vorra, að koma upp viðunandi framtiðar-húsakynnum. Er hér eigi aðeins um metn- aðarmál að ræða, lieldur beinan lið í menningarstarfi voru og gróandi. Eg liefi beðið húsameistara einn, ungmennafélaga, er eg vissi hafa smekk og vilja til lijálpar í þessu efni, að gera tillöguuppdrátt að ungmennafélagshúsi. Hefir hann dregið upp liús, sem ekki á að þurfa að vera dýrara en svo, að liverju sæmilega starfandi ungmennafélagi sé kleift að koma því upp, en það er miklu fegurra og haganlegar útbúið, en venja er um samkomuhús i sveitum. Félög, sem liugsa til húsbygginga, ættu að leita upp- lýsinga bjá sambandsstjórn, áður en verkið er liafið. Mun hún úlvcga félögum, er það vilja, fullnaðar- uppdrætti, áætlanir og leiðbeiningar. Bréf og uppdráttur Ágústs Pálssonar húsameistara fer hér á eftir: Herra ritstjóri! Eftir tilmælum þínum hefi eg nú gert uppdrátt af ungmennafélagshúsi og sendi þér liann hér með. Eg liefi leitast við að gera húsið þannig, að það geti fullnægt kröfum félaganna, um leið og eg liefi tekið tillit til efnahags þeirra.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.