Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 18
90
SKINFAXl
Suldalsosen er farið í bíl til Sand, gegnum fagran,
skógivaxinn dal, með glæsilegum búgörðum liér og
þar. í Sand, sem er lítið þorp, stigum við enn á skip,
og var nú haldið til Slavanger, og komið þangað
kl. 4%. Þar tók móti okkur Anders Lövik, sem liér
kom 1924, og fylgdi okkur til Bondeheimen, l>ar sem
við bjuggum, meðan við dvöldum í Stavanger. Um
kvöldið gengum við um bæinn, eftir að liafa snætt
kveldverð, með stjórn félagsins o. fl.
Næsla morgun fengum við bréf að heiman, sem
við höfðum látið senda okkur þangað frá Björgvin,
en lítill friður var til að lesa, er heim kom, því að
nú komu hlaðamennirnir, liver á eftir öðrum til að
leita frétta hjá okkur. —- Eftir miðdegisverð var svo
farið í híl suður á Jaðar, sem er eitt af glæsilegustu
bændaliéruðum í Noregi. Jaðarinn er allvíðáttumikið
sléttlendi, eftir því sem í Noregi gerist, og er allur
ræktaður upp úr mjög hrjóstrugum jarðvegi, sem sjá
má á því, að aidv þess sem allir túngarðar þar eru
hlaðnir úr grjóti, allt að metra þykkir, eru víða hlaðn-
ir garðar eftir endilöngu túninu og sumstaðar fleiri
en einn, - allt úr grjóti, sem komið liefir upp úr
jörðinni, þegar verið var að brjóta hana til ræktunar.
Hefir sú ræktun kostað mikla elju og þrautseigju.
Mundu Jaðarbændur glaðir, ef þeir hefðu sömu rækt-
unarskilyrði og þau, sem við tslendingar getum val-
ið úr. — Við komum að kofa þeim, sem Árni Gar-
borg bjó löngum i og orti þar mörg af sínum ódauð-
legu ljóðum og sögum, byggðum á högum og lífi
bændafólksins á Jaðrinum. Hjá kofa þessum er Gar-
l)org lieygður. Við koniuni einnig til Sóla og skoðuð-
um þar gamlar kirkjurústir, sem eru jafnvel taldar
vera frá dögum Erlings Skjálgssonar. Kirkja þessi
he'fir verið allstór og skrautleg, af leifunum að dæma.
Frá Sóla var svo haldið til Hafursro, sem er sumar-
skáli ungmennafél. í Stavanger. Stendur hann við