Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 20
92
SKINFAXI
maláð, er það sundurgreint, þvegið, og fægt, svo að
hvorki eru í því óhreinindi né aðrar tegundir korns.
Kornið er flutt lanst í skipunum til myllunnar og
svo dælt iir þeim upp i 40 metra háa geyma, sem
taka nokkur þúsund smálestir. Hús þetta er 42% mtr.
á liæð og er því gott útsýni yfir hæinn og nágrennið
af þakinu. — Eftir miðdegisverð fórum við að skoða
turn, sem reistur er á hæð skammt frá bænum, í
minningu um Hafursfjarðarorustu. Að innan er turn
þessi skreyttur myndum frá orustunni og setningu á
íslenzku úr Heimskringlu („Svo vítt sem Noregur
nær“ o. s. frv.). Um kvöldið var svo samsæti fyrir
okkur, og sátu það yfir 100 manns. Voru borð fagur-
lega skrejdt, en tilkomumest var, að á borðinu fyrir
framan okkur var íslenzki og norski fáninn, lilið við
hlið, i réttum litum og hlutföllum, gerðir af smáum,
lifandi hlómum. Höfðu nokkrar stúlkur úr félaginu
gert þettá listaverk. — Lars Riisvold, skólastjóri, flutti
skörulega og snjalla ræðu fyrir minni íslands, enn-
fremur töluðu Tveiteraas, fræðslumálastjóri, Gunnar
Lövik og margir fleiri. En af okkar hálfu sá, sem
þetta ritar. Eftir að borð voru upp tekin, lék norskur
stúdent, E. Molaug að nafni, sem liér hefir dvalið á
liáskólanum, nokkur íslenzk lög á fiðlu, en síðan
var stiginn dans til kl. 2. Var samkoma þessi okkur
ógleymanleg og óblandin ónægjustund.
Næsta morgun skoðuðum við eitthvert stærsta
mjólkurbú Norðurlanda, „Fruemejéri“, sem einnig er
eign samvinnufélaganna. Er eigi rúm liér til að lýsa
því risafyrirtæki. — Á eftir heimsóttum við Guðmund
Stefánsson Steinholt, aldraðan íslending, sem dvalið
hefir í Stavanger um 40 ár, og var ánægjulegt að
heimsækja hann. — Fró Stavanger fórum við svo
kl. 1% á skipi til Haugasunds, og tók þar á móti
okkur Arne Salvesen lector. Dvöldum við þar til
næsta kvölds og var okkur m. a. sýnd kirkjan á Ög-