Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 27
SKINFAXI 99 meS tilliti til þeirra þjóðarhátta og skoöana, sem ríkjandi eru um daga þeirra. Ennfremur leitast höf. við að rekja ræt- ur skoðana þeirra og stefna i forlíð, og sýna hvar greina þeirra gæti meðal eftirkomenda. Enda þótt bókin sé yfirlits- rit, er furðu iítill beingrindarblær á frásögninni. Málið er viðast sæmilegt og öll framsetning þannig, að hún hvetur til frekari fræðslu og lesturs um ýms þau atriði, sem aðeins er lauslega drepið á í bókinni. Eins og að líkindum lætur, gætir viða dóma höfundar sjálfs á mönnum og málefnum. Mættu þeir víða vera betur rökstuddir en gert er, en þess ber þó að gæta, að mjög verður að takmarka rúm öllu slíku i stuttu yfirlitsriti. Óneitanlega væri þó gaman, að höfundar kennslu- bóka létu frá eigin brjósti sem fæstar órökstuddar skoðanir frá sér fara. Þá gerð er grein fyrir rökum með og móti skoð- unum höfunda, fær nemandinn ágætt tækifæri til sjálfstæðra ályktana, mats og ihugana. Þroskar það að sjálfsögðu dóm- greind manna og hvetur til frekari lestuis og fróðleiksleitar. En dómar einir, sem nemandinn, af ónógri þekkingu, sér ekki ástæðu til að véfengja, valda því, að liann tekur oft og ein- att það fyrir góða og gilda vöru, sem á misskilningi er byggt frá hálfu höfundar. Hvað þessa bók snertir, virðast flestir dómar hennar hógværir og sprottnir af skilningi og þekkingu. Sumstaðar virðast þó skoðanir höf. orka tvimælum. Vart verð- ur lil dæmis séð, að ummæli þau, er höf. tilfærir á bls. 84 í bókinni, eftir Adam yfirkennara frá Brimum, geti samrýmst ummælum þeim úr Hungurvöku, sem eru á bls. 83 i bókinni. Hljóta unnnæli Adams að vera mjög ýkt, ef litið er á þau sem dóm um framferði höfðingja við ísleif biskup Gissurar- son. Styðja það ummæli þau, sem sagt er að biskup liafi viðhafl skömmu fyrir andlát sitt og eru á þá leið, að seint myndi íslendingum auðið biskups, ef þeir yrðu eigi auðveld- ari þeim, er siðar kæmi, en þeir höfðu honum verið. Til dæmis um skynsamlega og ágæta dóma höfundar má nefna ummæli hans um Guðmund biskup Arason. Er frásögn höf. öll um viðureign biskups við höfðingja rituð af samúð þess, er gerir sér far um að skilja ógæfumanninn, er verður til meira tjóns en hann vill sjálfur. Álítur höf. Guðmund verið hafa meira en hálfvitlausan flökkubisluip, eins og sumir þeir, er mjög mikils eru nú metnir með þjóð vorri, fyrir vitsmuni og skarp- skyggni, hafa leyft sér að nefna Guðmund Arason. Þykist Arnór Sigurjónsson þar sjá málsvara alls liins smáða og veika gagnvart hinum svokölluðu landslögum, sem höf. segir rétti- lega um, að oftast hafi verið þeirra megin, er meiri höfðu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.