Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 16
88
SIÍINFAXI
af stjórnarvöldum sinna þjóða. Undir þessari atvinnu
er afkoma fjökla fólks komin, eins og hér um land-
húnað og fiskiveiðar. Markaðsþrenging er náttúrlega
skaði fyrir framleiðsluna. Heimurinn er nú einu sinni
svo snúinn, að það vantar markað en ekki fram-
leiðslu.
Auðvitað munar Spánverja mjög litlu, hvort Islend-
ingar kaupa af þeim vín eða ekki; svo litlu, að mcr
þykir næsla ótrúlegt, að krafan um vínsölu hér á
landi sé frá þeim komin. Hitt er miklu sennilegra,
að þyrstir íslendingar hafi komið þessari hugmynd
inn hjá þeim. En hvað um það, þá er mjög hætt við
að héðan af verði erfitt að hafa þá af þeirra kröfu.
Einhverju sinni sá eg í „Templar", að ávaxta-
neyzla drægi úr löngun manna i áfengi. Iivort sem
það er vísindalega sannað eða ekki, þá virðist mér
að þarna geti verið leið til að losna við Spánarvínið.
Það er þó alla daga áreiðanlegt, að ávextir eru holl
fæða og geta í mörgum tilfellum komið sem góðgerð-
ir í stað vins. Spánverjum ætli að standa á sama, ef
ávaxtakaupin yrðu aukin um álíka upphæð og nú
er keypt vín fyrir.
En Islendingum væri stór liagur að fá liolla fæðu
í stað mannspillandi eiturs. Eg veit elcki, hvort þeim
hefir nokkurn tíma verið hoðið upp á þesskyns verzl-
un. Auðvitað yrði að heita opinljerum ráðstöfunum
til að auka ávaxtanotkun; slíkt hefir verið gert til að
fá ahnenning til að eta kartöflur.
El' það fæst ekki með góðu, að losna við áfengis-
verzlun ríkisins, þá er að beita illu. Hún á skilið að
fá sömu meðferð og Jón Gerreksson í gamal daga.
Illa kippir þeim i kynið, íþrótta- og ungmennafélög-
unum íslenzku, ef þau þola liana lengi innan land-
steinanna.
Eg vil ekki, að svo komnu máli, Iivetja til neinna
ólöglegra framkvæmda. En eigi sama deyfðin að