Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 26
98
SKINFAXl
Bækur.
Arnór Sigurjónsson: íslendingasaga, Akureyri 1930.
Ýmsum mun þykja sem skólum vorum hafi nú verið margs
meiri þörf en nýs yfirlits yfir sögu þjóSar vorrar. Væri og
svo, ef miðað væri eingöngu við fjölda þeirra kennslubóka
í íslandssögu, sem gefnar hafa verið út á síðari árum. En
víst er um það, að ekki er á annarra færi, að rita slíkar bæk-
ur en þeirra, sem um langt skeið liafa haft á hendi sögukennslu
og gæddir eru næmum skilningi, samfara mikilli þekkingu, á
sögu þjóðar vorrar. Enda gætir víða furðulegs misskilnings
og ónákvæmni í eldri íslandssögum vorum; jafnvel þótt þær
hafi ritað hinir lærðustu menn. í flestar kennslubækur vor-
ar i íslandssögu vantar greinilegar frásagnir um atvinnuhætti
þjóðar vorrar á iiðnum öldum. Flestar skortir þær einnig við-
unandi frásagnir um hag og háttu alls almennings. Gefa þær
þvi ófullnægjandi heildar- eða yfirlitsmynd af sögu þjóðar-
innar. Er þetta ekki sagt til þess að varpa skugga á störf
ýmsra ágætra sagnfræðinga vorra. Ber og þess að gæta, að
þótt heimildir til sögu vorrar séu miklar að vöxtum, munu
þær vera misjafnlega aðgengilegar. Mun því torsótt starf og
tímafrekt, að vinna úr þeim, og eðlilegt, að ýmsar greinar
sögunnar, eða jafnvel heil tímabil hennar, séu allmjög á huldu,
þegar þess er gætt, hve fáir íslendingar hafa á síðari árum
átt þess kost, að helga krafta sína óskifta sögurannsóknum.
En nú á allra síðustu árum hafa nokkurir gáfaðir menn og
skarpskyggnir lagt stund á þá hluta sögu vorrar, er lítt voru
áður kannaðir, og gerir það þeim, er nii fást við yfirlitsrit,
hægara um vik, og standa þeir því að þessu leyti betur að
vígi en eldri kennslubókahöfundar. Gætir þessa mjög i íslend-
ingasögu Arnórs Sigurjónssonar, og eru í henni ágætir kaflar
um atvinnuhætti þjóðar vorrar á liðnum öldum. Eykur það,
ásamt ýmsum öðrum kostum, svo mjög á gildi bókarinnar, að
hún á sér fullkominn tilverurétt sem kennslubók. Höfundur
nefnir bók sína yfirlit, og virðist hún eiga það nafn skilið.
Auk þess sem höf. tekst víðast vel að raða efninu skipulega
niður, gætir hann vel samhengis sögunnar, og þótt hann geti
allrækilega ýmsra þeirra manna, er framarlega standa og miklu
hafa vahlið um rás viðburða í sögunni, einblínir höf. ekki
um of á þá, heldur reynir að skýra störf þeirra og stefnur