Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 23
SKINFAXI
95
Enda þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það að ís-
lendingum er líkamsatgerfi gefið framar flestum öðrum
þjóðum. Má rekja til þess inörg drög, að líkamlegir yfirburð-
ir og atgcrfishæfileikar hjá oss íslendingum hafa fylgt þjóð-
inni frá þvi land var numið og til vorra tíma og sannfærður
er eg um, að væru jafnmargir menn teknir af handa hófi lijá
öðrum þjóðum og æfðir i þrjá mánuði mundi alls ekki nást
jafn góður árangur hjá þeim og þessum nemöndum Sigurðar
Greipssonar.
Uppeldisfræðin stefnir að því að leita að, hvar yfirburða
bæfileikar séu fólgnir Iijá hverjum einstakiíng og þroska þá.
Einmitt þroskun yfirburðahæfileika kemur hverjum einstak-
ling í fyllra samræmi við sjálfan sig, kemur lionum til að
finna sjálfan sig. Og eins og það er með einstaklinginn svo
er það ineð þjóðina.
Líkamsmenntun hefir því fvrir okkur íslendinga mikla
jijóðernislega þýðingu auk þeirrar hollustu, þols, áræðis og
djörfungar sem almennt er viðurkennt að hún hafi.
Margur maður eyðir mánuðum og árum í málalærdóm og
til náms í ýmsum fróðleik, er liann máske grefur janfskjótt
og hann hefir handsamað hann. En líkamsmenntun verður
aldrei grafin. Hún kemur lífi mannsins alltaf að notum í
meiri heilbrigði og afköstum, bæði líkamlegum og andlegum.
Þórhallur Bjarnarson.
Frá Færeyjum.
Ráðagerð hafði verið um það, að Rasmus Rasmussen lýð-
háskólakennari í Þórshöfn, starfsbróðir Símunar av Skarði
um 30 ár, ferðaðist hér á landi á sumri komanda, sem gest-
ur ungmennafélaganna. Höfðu ýms héraðssambönd og einstök
félög undirbúið komu lians. Því miður getur ekki orðið af
ferð þessari i sumar, vegna veikinda á heimili Rasmusar. Von-
andi keinur hann sumarið 1932.
Símun av Skarði hefir verið lengi og hættulega vcikur i
vetur, en er nú kominn til nokkurrar heilsu.
í nýkomnu hefti Skúlablaðsins færeyska er ritgerð: „Fólka-
háskúlar í íslandi“ eftir Aðalstein Signnmdsson. Er þar lýst
framförum síðustu ára í alþýðuskólamálum vorum og sagt
frá alþýðuskólunum, einkum Laugaskóla.