Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 28
100
SKINFAXI
völd og styrk. Eru og þau hörmulegust örlög Guðmundar
biskups, að kirkjan og hin svokftlluðu „guðslög“ hennar, sem
hann virSist treyst hafa til að gæta réttar lítilmagnans, urðu
til þess að traðka niður frelsi landsmanna og stuðla að þvi,
að þjóðin kæmist undir erlent vald, samfara kúgun og alls-
konar áþján.
Höfundur ætlar bók þessa alþýðu manna, auk skólanemenda.
Ætti bókin að geta orðið mörgum alþýðumanni að gagni, þeim
er engan kost á skólagöngu, en numið hefir i bernsku þær
kennslubækur, sem hafa til að bera skemmtilégar frásagnir
af merkum mönnum og miklum viðburðum sögunnar, en skort-
ir yfirlit og samhengi. Verð bókarinnar mun vera viðunandi,
enda er allur ytri frágangur í góðu lagi. Prentun lýtalaus,
prentvillur fáar og meinlitlar og pappír mjög góður. Er bók-
in þess makleg, að hún sé lærð og lesin sem viðast, og er
óskandi, að liún hvetji menn til frekari leslurs og íhugunar
um sögu þjóðar vorrar. En þar er kröftugastra livata að leita
til dáða og drengskapar og haldbezt uppbót á því, er skorta
kann á lífsreynslu einstaklinga.
E. J. E.
Árbók Plagstofu íslands. Reykjavík, 1930—1931.
Þetta er hók, sem vafalaust á að komast „inn á hvert heim-
ili“. Hún er að vísu enginn skemmtilestur í venjulegum skiln-
ingi, og skemmtileg þó — 150 bls. af töflum og tölum. Er
þarna safnað í mjög aðgengilega handbók þeim hagfræðileg-
um upplýsingum íslenskum, sem almenningur hefir not fyrir,
en auk þess eru þar ýmsar alþjóðlegar yfirlitstöflur. Útgáf-
an er vönduð, en bókin mjög ódýr, 3 krónur.
Skinfaxa hefir horizt Skýrsla um héraðsskólann á Núpi í
Dýrafirði 1929—1930. Er það fyrsta starfsár skólans undir
stjórn Björns Guðmundssonar, eins hins öruggasta ungmenna-
félaga. Áður hafði sira Sigtryggur Guðlaugsson rekið skólann
og stýrt honum í 24 ár, með prestsverkum. Gætir mjög óhrifa
lians i menningarlífi Vestfjarða.
Auk yfirlits um skólastarfið l'lytur „skýrsla“ þessi sýnis-
horn af fyrirlestrum og ritgerðum nokkurra nemenda. Er
gaman, að fá þarna að kynnast skólanum gegn um verk nem-
endanna.
Félagsprentsmiðjan.