Skinfaxi - 01.04.1931, Blaðsíða 17
SKINFAXI
89
livila yfir áfengismálunum og síðustu árin, og þjóðin
fari að telja áfengisverzlun sér samboðna, þá verður
að nota einhver ráð, sem duga.
Grímar S. Norðdahl.
Noregsför ungmennafélaga.
Eftir Guðbjörn Guðmundsson.
V.
Árdegis næsta morgun lögðum við af stað í l)il til
Breifonn í Röldal. Er þar vfir fjallgarð að fara,
rúmlega 1100 m. háan, og voru nieðfram veginum
snjófannir og skriðjöklar, en á milli skógar og fossar.
Var lieldur kuldalegt þar up])i, en um leið hrikalegt
og tilkomumikið. I Röldal dvöldum við rúma 6 tíma.
Því miður var rigning mestan tímann, svo að við
gátum lítið séð okkur þar um. Þó skoðuðum við
þar 700 ára gamla stafkirkju, sem auðvitað er mjög
fornfáleg, öll rósamáluð að innan, og' á kórpalli standa
trélíkneski af öllum postulunum — nema Júdasi. Yfir
kór hangir stórt krossmark, sem fiskimenn áttu að
hafa fundið í Krossfirði, skammt frá Björgvin, og var
saga þess kross nákvæmlega sú sama og um kross-
inn í Fanakirkju, og á háðum stöðum var fullvrt,
að hún væri sönn! — Kl. 51/* héldum við svo áfram
í híl í gegnum Brattlandsdalinn, sem í rauninni er ekki
dalur, heldur gljúfur, því að víða voru þröngir dalir,
en enginn sem þessi, er liann jafnþröngur alla leið,
unz komið er á svolítinn undirlendisblett við Suldals-
vatn, er lieitir Nesflaten, en er þangað kom, vorum
við komin i áfangastað.
Næsta morgun var svo haldið af stað á skipi efl-
ir Suldalsvatni, sem liggur liátt í hamraþröng. Frá