Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1931, Page 4

Skinfaxi - 01.05.1931, Page 4
104 SKINFAXI eg staddur á ungmennafundi, og langar mig til að minnast vorsins og vorstarfanna. Við byrjum vorið með því að undirbúa jörðina strax og við getum fvrir sumargróðurinn, eða svo eigum við að gera. Þessi undirbúningur byrjar stundum seint, allt er bundið við veðráttuna, hvort vorhretin verða fá eða mörg, liörð eða væg. Stundum er gróðurútlitið orðið gott snemma vorsins, sól og sumar og nóg regn. En allt í einu er kominn snjór, norðanhríð og frost. Þá veiklast nú vonin, og stundum ekki síður hjá þeim eldri. „Og þó lifir vorið í vorri sál, þótt veturinn komi eftir sumarmál,“ — snjöinn tekur upp, og aftur hlýnar, gróðurinn fer að smálifna á ný, en þá kemur annað liret, nokkru vægara ef til vill, gróðurnál kell eða kikn- ar, réttir sig þó við aftur, en hefir auðsjáanlega orðið fyrir afturför. Enda sagði sólarskáldið okkar: „Náttlangt frost er nóg til bana vorsins veiku blómi — —“ (M.J.). Aftur lilýnar, gróðurinn þýtur upp, og sumarið er komið. En á stöku stöðum kemur enginn gróður; þar hefir jörðina kalið, og þau kalsár gróa seint, stundum ekki fyr en eftir fjöldamörg ár. En þettaeroftmönnun- um að kenna, að minnsta kosti að nokkru leyti. Þeir liafa ekki undirbúið akurinn nógu vel, ekki byrjað rétt. Til eru þeir akrar og þau tún, sem aldrei bregðast, þótt vorliretin séu mörg og liörð, og það er af því, að þau hafa verið ræktuð og að þeim hlúð um langan tíma af sól og mönnum. Eg vona nú, að við þurfum ekki í þetta sinn að berj- ast við vorhretin, og eg bið ykkur öll að vinna kapp- samlega að voryrkjunni. Hver veit nema nú séu að byrja góðu árin sjö, eins og forðum, og þá er að vinna vel og safna til hörðu áranna. En hvar er þá hann Jósef, til að líta eftir öllu? Ilann þarf helzt að vera til

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.