Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1931, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.05.1931, Qupperneq 8
108 SKINFAXI að vanda framferði sitt i öllu, og allra helzt í þessu falli, því að þar er komið við fínustu þröeði mannssál- arinnar, og illt að knýta þá saman, ef þeir verða fyrir sliti. Þess vegna má enginn við þeim snerta í alvöru- leysi. Ekkert er meiri synd en að liafa tilfinningar ann- ara að leiksoppi. iÞ'að á margur um sárt að binda út af þvi, að vorgróð- tir æskunnar kól, eða gróðurinn var illa leikinn af létt- úð eða gáleysi annarra. En margir eru það líka, og má- ske fleiri en nokkur veit, sem liafa metið hreint líferni nmfram allt annað og borið áföll æskuhretanna með trúmennsku og sjálfsafneitun allt til dauðans. Svo er í’yrir að þakka. — Þið, sem ung eruð: gleymið ekki sakleysinu og lireinleika hjartans. Eg ætla að endingu að segja ykkur ofur stutta sögu. Gömul kona sagði mér hana, meðal margra annarra, i skammdegisrökkrinu, þegar eg var unglingur. Nú kann enginn að segja rökkursögur lengur. — Gamla konan sagði: Það bjuggu tveir bændur i sömu sveit- inni, annar hjó á Hóli, hinn í Dal. Þeir áttu báðir mörg börn; þeir voru l)eztu kuriningjar, bændurnir, og frem- ur stutt á milli; var því kunningsskapur mikill milli bæjanna. Börnin urðu líka kunnug og léku sér oft sam- an og fundust oft þar að auki. Einn af sonum bóndans á Hóli bét Hávarður, og ein dóttir bóndans í Dal bét Lilja. Þær voru fleiri svsturnar í Dal, en Hávarður fór að finna það, að honum þótti langmest skemmtun í því að vera með benni Lilju og leika sér við bana, belzl vildi liann með henni vera, og svo fór bann að finna það, að mest gaman var að vera með henni einni, og bann fann, að þessi þrá gerði meir og meir varl við sig. Árin liðu, og þau sáust oft. Hávarði var farið að þykja vænt um hana, og bann hugsaði: þetta er víst ást, sem eg hefi til hennar Lilju, en eg er svo ungur og þroska- laus, að eg má ekki láta neitt bera á þessu fyr en eg að minnsta kosti er kominn á tuttugasta árið; en þá

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.