Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1931, Page 20

Skinfaxi - 01.05.1931, Page 20
120 SKINFAXI Á öllum sviðum lífsins fer fram barátta um frelsi. Hver einstök lifvera reynir að fullnægja þörfum og kröfum eðlis síns; leitasl við að ná því stigi frelsis, sem fullnægir iiennar þroska-sviði. Jurtin þarfnast Ijóss og liita, lofts og næringar, heilbrigði og vaxtar- rýmis. Ef hún nýtur alls þessa eftir þörfum, þá er hún frjáls og nær eðlilegum þroska. Sé frelsi hennar lieft, svo að bún geti ekki fullnægt þörfum sínum, þá velclur það kyrkingi eða dauða. Dýrin gera hærri kröfur til frelsis, vegna fleiri og fjölbreyttari þarfa, bærra þroskastigs. Frelsiskröfur manna eru liæst- ar, mismunandi þó, eftir menntun þeirra og þroska. Auk hinna likamlegu þarfa gerir hann kröfur til and- legra verðmæta. Því hærri og víðtækari verða þær kröfur, sem þekking hans vex meir. Með vaxandi þekkingu víkkar svið mannlegra möguleika. Leik- völlur óska og eftirlangana rýmkast. Maðurinn þráir jafnan það bezta, sem hann þekkir, það sem full- nægir bezt þörfum Iians. Vaninn skapar oft falskar eða yfirdrifnar þarfir, sem einnig verður að full- nægja. Hvað maður öðlast af því, sem hann girnist, ákvarðast af þekkingu hans, hæfileikum, dugnaði og aðstöðu. Sviðið innan þessara takmarka nefnum vér möguleika og réttinn til að nola þá eftir óskum og þörfum köllum vér sjálfræði. Sjálfræði manna er markað svið af almennum réttarfarsreglum. Þær eru til þess settar, að samræma líf og athafnir einsakl- ingsins nauðsyn heildarinnar. Sjálfræði þýðir ekki hið sama og frelsi, þótt ofl sé hugtökum þessum rugl- að saman. Sjálfræði er svigrúm einstaklingsins inrian takmarka hinna borgaralegu laga. Réttur bans til jiess, sem aðstæður leyfa og löíg ekki banna, án tillits til þess, bvernig hann notar þann rélt. Það er því aðeins neikvætt frelsi, því að frelsi táknar ekki að- eins réttindi, það að mega þetta eða bitt; það nær einnig vfir valdið, máttinn til að framkvæma, ]iað

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.