Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1931, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1931, Blaðsíða 8
164 SKINFAXI nær hverjum manni og heldur vinfengi við margt það fólk ennþá. Þegar Guðmundur fluttist frá Reykjavík, héldu ung- mennafélögin honum veglegt samsæti og afhentu hon- um ágæta minningargjöf i þakklætis- og virðingar- skyni. Haustið 1916 kom Guðmundur til Isafjarðar og settist ]iar að og hefir jafnan átt þar heima síðan. Þar var þá starfandi Ungmennafélag Isfirðinga, gerð- ist hann félagi í þvi og varð brátt formaður þess. Rúnakefli, sem U. M. F. í. sendi „Ervingen“. í Ungmennafélagi ísfirðinga voru þá mestmegnis fulltíða menn, en aðcins fátt eitt af unglingum. Guð- mundur sá réttilega nauðsynina á þvi, að sameina æsku lýðinn undir merki ungmennafélagsskaparins, og því var það, að veturinn 1917 (25. fehrúar) stofnaði hann ungmennafélagið „Árvakur“. Dafnaði það félag sérlega vel. Hcfir það um langt skeið verið með fjölmennustu og atliafnamestu ung- mennafélögum á landinu. Þegar á fyrstu árunum slörf- uðu innan vébanda þess margir íþróttaflokkar, mál- fundaflokkur, leikfJokkur, tóbaksbindindísflokkur og tal'lfloklviir. I fimm ár hélt félagið uppi fjölsóttum kvöldslíóla, með styrk úr bæjar- og rildssjóði. Lengst af hefir Guðmundur verið formaður „Árvak- urs“ og forstöðumaður kvöldskólans var hann alla tíð. Hefir Guðmundur jafnan verið lífið og sálin í öllum athöfnum félagsins og óþreytandi í þeirri viðleitni, að gera anda og stefnuskrá ungmennafélaganna að veru- leika. Er og óliætt að fullyrða að um nokkurt skeið gætti talsvert álirifa félagsins i bæjarlífi ísfirðinga.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.