Skinfaxi - 01.12.1931, Blaðsíða 15
SKINFAXI
171
cyðir tómstundum sinum í benzinsvækju á borgargöt-
um, i reykjarsvælu í kaffihúsum, í loftlitlum kvik-
myndasölum, danssölum með ryklofti o. s. frv. Oft
eiga þeir líka lieima i þröngum liibýlum, óhollum og
ofhlöðnum fólki. Yegna alls þessa er unglingum hætl
við hægfara eitrun, sem fer að lokum með heilsu þeirra
og líkamsþrótt.
Að vísu er lengd vinnutímans takmörkuð með lög-
um fyrir þá unglinga, sem atvinnu stunda. Þó er eng-
inn vafi á, að þrátt fyrir það þjást margir af skorti
nauðsynlegrar hvíldar. Heimavinna tekur allt of mikið
af tíma æsku þeirrar, er skóla sækir, eigi sízt vegna
tilhneigingar unglinga lil að fresta störfum til síðustu
stundar. Dæmi þess eru mörg, að óvistlciki heimilanna
knýr unglingana út á götur. Yið þetta lmeigjast þeir að
útigangi, og eyða svo ekki að eins tómstundum sínum,
heldur svo og svo miklu af nauðsynlegum hvíldartíma,
á götum úli eða í gildaskálum og skemmtistöðum. Nú
þarf líkaminn nægan svefn á árum vaxtar og þroska,
og sneyðist því líkamsþroskinn, ef skortir á nauðsyn-
lega hvíld.
Miður heilsusamlegir lifnaðarhættir gela og haft
skaðleg álirif á likamsþroskann. Vafalaust vantar tölu-
vert á æskilegt hreinlæti hjá allt of mörgum. Maturinn
-er oft of „fínn“, svo að i hann vantar einmitt þau efni,
sem helzt eru til þess fallin, að mynda hein og vöðva.
Ivaffi er venjulega allt of mikill hluti daglegrar fæðu.
Það gerir ef til vill ekki mestan skaða mcð eiturefninu,
kaffiíni, heldur hinu, að það deyfir sultartilfinninguna
og skerðir löngunina i almennilegan mat.
Alvarleg hætta fyrir æskumenn er fólgin í tóbaks-
nautn á uppvaxtarárum. Nikótínið hraðar hjartastörf-
unum, en þau eru tiltölulega liæg i uppvextinum. Hjart-
uð veikist auðveldlega við þetta, að vera rekið til að
vinna liraðar en því er ciginlcgt. Hjartabilunum kvað
fjölga meðal herskyldra manna (í Svíþjóð), og má