Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1931, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.12.1931, Blaðsíða 28
184 SKINFAXI lýsing á æfi færeysks sveitadrengs, svo vel gerð, að eg minn- ist ekki að hafa lesið annað betra um það efni. Sagan endar svo, að hvorttveggja getur verið, að hún standi ein eða að önnur komi á eftir. Vona eg, að höfundurinn taki þann kostinn. Og þökk fyrir lesturinn. Ól. Mart. Töluverður kreppubragur er á íslenzkri bókaútgáfu í haust. Af einstökum útgefendum kveður mest að Þorsteini M. Jóns- syni á Akureyri, eins og undanfarin ár. Auk málfræðinnar, sem getið var í síðasta hefti Skf., hefir hann gefið út prýði- lega Sögu hins heilaga Franz frá Assisi eftir séra Friðrik Rafnar; 3. hefti Gráskinnu, jjjóðfræðasafns þeirra Sigurðar Nordals og Þórbergs Þórðarsonar; 4. og 5. hefti (þar með lokið I. bindi) Grímu, hins skemmtilega þjóðsagnasafns Odds Björnssonar, með mynd safnanda; og loks 3. hefti 2. bindis af Endurminningum Sveinbjarnar Egilssonar, hinum vinsælu. Allt eru þetta góðar bækur og eigulegar, nema fyrir jjá, sem allt telja úrelt og ekkert nýtilegt, ]>að er eigi fjallar um „skipulag“, „stéttabaráttu“, eða „framtak einstaklingsins" í fjáröflun og féflettingum. Tvær bækur komu frá Laugaskóla i haust: Ársrit skól- ans, 0. ár, merkilegt að vanda, og 3. hefti fslendingasögu Arnórs skólastjóra. Hcfti lætta nær yfir tímabilið 1874—1930, og er þar rituð fýrsta sinni samfelld saga þeirra ára. Það er djarflegt tiltæki, að rita sögu samtíðar sinnar, og eigi fært nema hógværum mönnum og víðsýnum. Svo vel hefir Arnóri farizt verk þetta, að hér er nauðsynleg handbók hverjum æskumanni, sem brjótast vill til skilnings á þjóðmálum og viðhorfi og ástæðum þjóðarinnar. Skuggsjá. Ræður og kvæði eftir J. Krishnamurti. Ritstjóri Aðalbjörg Sigurðardótlir. — Indverjinn Krishnamurti hefir vakið mikla athygli og geisilegt umtal i heiminum, og álit- legur fjöldi manna telur hann nýjan lieimsleiðloga, „þann sem koma á“. Hvað sein skoðun manna líður á jivi atriði, verður naumast um hitt deilt, að margar kenningar hans eru svo fagrar og drengilegar, að gróði er að kynnast þeim. Of- annefnt timarit flytur einungis úrval af ræðum hans og kvæð- um, í smekklegri þýðingu. Það kemur út 3—4 sinnum á ári, 20 arkir alls og kostar 8 krónur árgangurinn. Fél agspr entsmiðj an.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.