Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1931, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.1931, Blaðsíða 14
170 SKINFAXl vera liraustir oí> þróttugir; en þeir hafa ekki hand- hæra getuna til þess að vera heilir, sterkir og nýtir þjóðborgarar. Hún þarf að þróast. Og til þess að hún geri það, þarf hjálp og stuðning, ef árangur á að verða góður. Aukin menning og efnaleg velmegun hafa gert lífið auðveldara. Svo má heita, að tækni nútímans hlaupi nú jafnan undir bagga manna og létti þeim störf, þar sem áður varð að heita átökum og erfiði. Eigi þurfa menn heldur að heita jafnmikilU sjálfsafneitun og fyr. Líkamlegt líf manna liefir gerzt notalegra og auðveld- ara. En þetta g'elur orðið hættulegt fyrir likamsþroska æskumanna, þar sem Iiæglega getur af því leitt, að þeir smeygi sér hjá áreynzlu, erfiði og sparneytni — verði lingerðari. Líkamir þeirra verða þróttlitlir og við- kvæmir. Æskumenn eiga venjulega mikla þörf fyrir hreyf- ingu. Það lítur út fyrir, að þá þyrsti hreint og beint í hreyfingar, sem krefjast þróttar og áreynzlu. Það má líka lieita, að það sé líffræðilcg nauðsyn á slíkum hreyf- inguni til þess að knýja hlóðið sem rikulegast út í vax- andi líffæri og vöðva. Aftur leggur starfslif nianha nú á dögum oft lireyfingarþörfina i fjötra og aftrar henni að fá fullnægju. Unglingar eru oft knúðir til að vera í söniu líkamsstöðu eða fremja sömu lireyfingu langtímum saman, hvorl sem það er nú í skóla eða á skrifstofu, vinnustofu eða verksmiðju, og svo er tækni nútiinans fyrir að þakka, að áreynzlan við störfin er oft harla lítil. Hreyl’ingarþörfin sljóvgast. Likamsþroskinn verður ófullkominn. Efnaskifting líkamans tregari. Menn verða miður vel vaxuir. Vöðvarnir linir og van- jiroskaðir. Þá stafar líkamsþroskun æskumanna hætta af skorti þeim á sólskini og útilofti, sem margir æskumenn eiga við að búa, einkum þeir, er verzlun stunda og iðnaðv Við þetta hætist, að riflegur fjöldi unglinga þessara

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.