Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1931, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.12.1931, Blaðsíða 17
SKINFAXI 173 leika, sem menn hafa sigrað. Úlilega er veruleg æfing í heilbrigði. Og hún venur unglinga á útilíf í skógum og á víðavangi, en heilsusamlegt gildi þess verður aldrei ofmetið. Annað þýðingarmikið viðl’angsefni í líkamsuppeldi er það, að sjá unglingum fyrir svölun hreyfingarþarf- ar sinnar. Leikfimi og íþróttir eru hér áriðandi hjálp- artæki. En liversu mikilsverð sem leikfimi er, þá skort- ir liana |ió frjálsar, sjálfkrafa hreyfingar. Hreyfingar eru að vísu frjálsar og sjálfkrafa í íþróttum, og þó veita þær eigi fullnægjandi líkamsfóstrun. Það er ekki nóg, að styrkja vöðvana og þjálfa skrokkinn. Slíkt verður að ná til allra liffæra. Sérliæfni í ýmsum greinum er mein í íþróttunum. Þær takmarkast um of við það, að framleiða stærri eða minni „stjömur". Af þessu leiðir hæglega, að hinir þróttminni, sem hafa mesta þörf á æfingu, verða útundan og láta sér nægja að vera „hali“ á einhverri íþrótta-„stjörnu“. Þá eru komin ýms auka- atriði inn í íþróttahreyfingu nútímans, þau er ósjaldan vinna móti heilbrigðu likamsu]ipeldi og eru beint skað- leg siðlegu uppeldi. Skátahreyfingin vill gefa hreyfingarþörf unglinga al- ldiða svölun. Iiappleikir hennar eru annarskonar en iþróttakepjmi, og er því engin hætta á, að hinir þrek- minni verði útundan og vanræktir. „Það eru góðir útileikir, lioll fæða og nauðsynleg hvíld, sem eiga að gefa æskumönnum heilsu og þrótt, á náttúrlega en ekki tilhúna vísu,“ segir Baden-Powell. Eigi vantar lieldur íþróttir og leikfimi á starfsskrá skáta. Skátalireyfingin reynir líka að auka viðnámsþrótt unglinga gegn því, er skaðleg liefir álirif á líkamsþrosk- ann. Lögð er áherzla á nauðsyn hreinlætis og héilsu- samlegra lifnaðarhátta. En eigi er látið sitja við orð og brýningar, því að með því er lítið unnið. Unglingarnir verða að vinna að þessu sjálfir. Einkum á það við í úti- legum, jiegar skátahreyfingin liefir ein yfir unglingun-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.