Skinfaxi - 01.12.1931, Blaðsíða 12
SKINFAXI
1C;8
fornum og nýjum skáldskap og Iicfir hið mesta yndi
af, enda er hann skáldmæltur vel, þó að liann láti
ekki mikið á því hera. Honum er mjög létt um mál
og talar ófeiminn og skörulega. Bindindismaður hefir
hann verið alla tíð, hæði á vín og tóbak og starfað
mikið i Góðtemplarareglunni og gegnt þar ýmsum
trúnaðarstörfum. Sérstaldega hefir hann látið til sín
taka innan unglingareglunnar og hefir í mörg ár vcrið
gæzlumaður ungtemplara á ísafirði og yfirmaður
unglingarcglunnar á Vestfjörðum.
Um ýmsa aðflutta siði og liáttu nútíðarmanna læt-
ur hann sér fátt finnast, en þó hleypidómalaust. Hann
er trúhneigður í hezta lagi og laus við allan flysjungs-
hátt. Af lcstri bóka hefir liann liið mesta yndi, enda
á liann talsvert mikið og gott bókasafn, en hefir lengst
af ekki hafl þess full not vegna óhentugs liúsnæðis.
En nú liefir hann reist sér liús, sem hann notar ein-
göngu sjálfur; hefir hann þar hjarta og rúmgóða
vinnustofu svo og „skála“ til íbúðar. Ber lögun húss-
ins og innansmíð svip af skapgerð Guðmundar, og er
að ýmsu leyti sérkennilegt og eftirteldarvert. Stend-
ur húsið við gatnamót á einliverjum fegursta bygg-
ingarstað á ísafirði og her hátt og nýtur vel sólar,
enda nefnir hann húsið „Sóltún“.
Er gott til þess að vita, að honum hefir nú tekizt
að húa vel um sig og að sínu skapi, og munu allir
vinir lians óska þess, að honum megi vegna vel, og
að sem lengst og víðast megi gæta liinna liollu og
góðu áhrifa hans.
Merkur rilhöfundur hefir þrýst siðfræði okkar
saman í þessar tvær setningar:
„Lærðu og kenndu,
aflaðu og gefðu“.
Eg þekki engan, sem frekar hefr hreytt samkvæmt
þeim, cn Guðmundur Jónsson frá Mosdal.
E. K.