Skinfaxi - 01.12.1931, Blaðsíða 23
SKINFAXl
1711
ber. Lestur kvæðanna vekur ýmsar hugsanir, einkum
kvæðið um vikina:
Men langt bortom park och gárden,
der ligger min kára vik,
den vackraste vik i várlden,
nár förr lion sig sjálv var lik.
Það er eins og gamlar minningar vakni. Og eg læt
mig dreyma um stund í lönd bernsku og drauma, —
en aðeins dálitla stund. Það er margt að sjá. Svo
virði eg fyrir mér fólkið í bátnum. Rosknir og ráðn-
ir borgar lesa Saénska dagblaðið og Verzlunarblað
Gautaborgar. Ungu mennirnir reykja vindlinga. Kon-
urnar gefa börnunum súkkulaði og brjóstsykur. Við
lilið mcr situr ung stúlka, sem er að lesa skáldsögu.
Hún er komin í tuttugasta og annan kapítula, lítur
upp, blaðar í bókinni og liorfir í endinn. — Kng-
inn inælir orð frá múnni, nema kunningjar sín á
milli, þeir tala í hálfum hljóðum. Svíar eru fáorðir,
kaldir í viðmóti og litlir gleðimenn liversdagslega.
Þannig koma þeir mér fyrir sjónir. — Báturinn lend-
ir við Stýrisey. Eg geng á land til þess að njóta binna
undursamlegu saltbaða. Það er sem nýtt blóð streymi
um æðarnar. Svolílill is á eftir. Eg borfi á „tennis“
litla stund. Svo bleyp eg upp á klettahæðirnar, þær
hæstu, til þess að njóta útsýnis yfir víðáttu grárra
skerja, sem eru vaxin mosa og lyngi og smáum lund-
um, •—• og svo hafið. Fátt er jafn seiðandi fagurt og
bafið.
En eg þarf að vera fljótur, skipið lilæs. Eftir svip-
stund eru allir komnir um borð. Það blæs liressandi
stormur. Eg tek annað bindið af Fröding mér í bönd,
en veiti því ekki atliygli sem eg les. Það bregður
birtu. Við það öðlast sjórinn fjölmarga lili með enn
fleiri blæbrigðum. Dulræni myrkursins þessa hlýju