Skinfaxi - 01.04.1947, Blaðsíða 9
SKINFAXI
9
talin atriði koma þar fyrst og fremst til greina:
1. Möguleikar fvrir æsk-ulýðinn til hæfilegrar skóla-
göngu.
2. Nægur hvíldartimi frá daglegum störfum, þegar
einstaklingurinn er orðinn fullstarfandi meðlim-
ur í atvinnulífinu.
3. Nauðsynleg hjálparmeðul til þess að geta notað
livíldartimann eða tómstundirnar til þroska.
4. Skilyrði til félagslífs.
Verður nú þessum skilyrðum betur fullnægt með
auknu þéttbýli eða ekki?
Nýlega hefur verið samþvkkt á Alþingi ný skóla-
löggjöf, sem nú liggur fyrir að framkvæma. Er þar
gert ráð fyrir nokkuð auknu skyldunámi allra ungl-
inga ásamt því, að skapaðir verði meiri möguleikar
en áður af hálfu liins opinbera til að veita fram-
haldsmenntun þeim, er jjess óska.
Til framkvæmdanna þarf mikið fé, og verði ])að
fjármagn ekki haganlega notað, bitna afleiðingar á
þeim, sem verst eru settir. Þeir eiga þvi öðrum frem-
ur allt undir ]>ví að hyggilega sé með farið. Skólahús,
sem kostar Iiálfa til heila milljón kr. verður að koma
mörgum nemendum að gagni. Þarna stangast hið
mikla dreifbýli við þær kröfur, sem nútíminn gerir
til almennrar menntunar.
Reynt hefur verið að leysa þetta með heimavistar-
skólunum, og er ]>að eðlileg lausn livað framlialds-
skólana snertir, en nokkur hætta á, að framtiðin geri
sig ekki fyllilega ánægða með þá lausn hvað harna-
skólana snertir.
En gerum nú ráð fyrir, að sæmilcga verði séð fyrir
menntunarmöguleikum almennings livað skólavist
snertir, þá er það ekki nema annar þátturinn. Hinn
er ekki minna virði, sá, sem einstaklingurinn skapar
sjálfur, með þvi að byggja ofan á skólalærdóminn.
Og það eru hin atriðin þrjú, scm áður eru nefnd,