Skinfaxi - 01.04.1947, Side 59
SKINFAXI
59
,og þvi niun bókin lengi lifa og víða fara, eins og þær, nieðan
fólkið í þessu landi anii þjóðleguni fróðleik og listræninn frá-
sagnarhætti. Sigurður Nordal, prófessor, seni mjög hvalti Ing-
unni til að skrifa minningar sínar, enda nákunnugur henni
og vissi yfir hverju hún bjó, segir að liann gæti trúað, að
kaflinn Melaheimilið fyrir 60 árum, sem var fyrirmyndar-
heimili frá þeim tíma „vrði með tímanum lesinn í hverjum
islenzkum barnaskóla, til þess að opna augu unglinganna fyr-
ir gildi vorrar gömlu menningar.“
Og víst verður það fleira en frásögnin um Melaheimilið,
scm verður athugulum lesanda minnisstætt.
Fornir dansar.
Ólafur Briem magister sá um útgáfuna á þessari bók. Þetta
er aukin útgáfa af bólc þeirri, sem þeir Sven Grundtvig og
Jón Sigurðsson forseti gáfu út og nefndu íslenzk fornkvæði.
Sá er þó munur á útgáfum þessum, að Ólafur Briem hefur fellt
mismunandi handrit saman i eitl og tekið það, sem skáldlegast
þótti, en í íslenzkum fornkvæðum eru sum kvæðin prentuð
í ýmsum útgáfum, og alls staðar gerð rækileg grein fyrir mis-
mun handrita, svo lietta var fyrst og fremst fræðileg útgáfa
af danskvæðunum.
Fyrir almenning verður því liin nýja útgáfa langtum að-
gengilegri og skemmtilegri, auk þess sem bætt er við hana
mörgum danskvæðum úr öðrum kvæðasöfnum, einkum Ólafs
Davíðssonar og Danmarks gamle Folkeviser. Þá er þar Ey-
vindarríma prentuð í fyrsta sinn. Mörg hafa jiessi kvæði, að
vísu ineira og minna brengluð, lifað á vörum þjóðarinnar um
aldirnar, enda má finna þar ýmislegt, sem er með því bezta,
sem kveðið hefur verið.
Fornir dansar er forkunnar vönduð bók. Jóhann Briem lief-
ur skreytt bókina með fallegum myndum, sem auka gildi henn-
ar mjög. Pappir er vandaður, svo og öl 1 prentvinna. Stærðin er
390 bls. í allstóru broti.
í djörfum leik. ,
Bókaútgáfan Hlaðbúð liefur áformað að gefa út bókaflokk,
er nefnist Væringjar, og verða þar bækur um „útþrá og ævin-
týri, lönd, þjóðir og borgir, tækni og dirfsku, og sigra fyrri
lcynslóða í baráttunni við örðug viðfangsefni“, eins og segir
i ávarpi útgefenda fyrir bókinni. í djörfum leik eftir Þorstein
Jósepsson blaðamann verður fyrst þessara Væringjabóka.
'Höfundurinn er ungmennafélögunum gamalkunnur fyrir