Skinfaxi - 01.04.1947, Qupperneq 21
SKINFAXI
21
sinni, efagjarn á mált sinn, gagnrýninn á umhverfið
og sjálfan sig. Árið 1938, þegar Magnús var að verða
þekkt skáld á ný, var vestur-íslenzka skáldið Gutt-
ormur J. Guttormsson hér á ferð. Þá sendi Magnús
honum kvæðið Ljóðabréf til Vestar-íslendings. — Og
enn er hann sjálfum sér líkur. Hann skrifar ekki nafn
silt undir kvæðið, ekki einu sinni skáldheiti sitt, held-
Ur aðeins Austfirðingur. Hann lét jafn lítið yfir sér
og áður, var eins gjörsneyddur öllum liávaða um
nafn sitt, vildi fá að lifa í friði fyrir öllum, einn með
sjálfum sér í sínum víðfeðma hugarheimi, fjarri skark-
ala heimsins. Þannig hefði hann kosið að lifa til ævi-
loka, og það hefði hann efalaust gert, ef heilsuleysið
hefði ckki svo að segja þröngvað lionum til að ganga
skáldgyðjunni enn mcir á hönd en áður, og á þann
hátt gert hann að eign allrar þjóðarinnar.
Þannig er i fáum dráttum ævisaga þessa einkenni-
lega manns og sérstæða skálds. — Það er engu líkara
en maðurinn hafi verið á sífclldum flótta undan skáld-
inu. Alla ævi leitaðist hann við að láta sem minnst
á því bera, og i köflum afneitaði hann þvi jafnvel
alveg. Hann neitaði að hlýðnast köllun sinni sem
skáld, en guðirnir liöfðu veitt honum í vöggugjöf slíka
snilligáfu, að hún hlaut að krefjast útrásar og brjótast
fram. -- Og þessi vöggugjöf guðanna hefur tryggt
honum öruggt sæti í hinum islenzka skáldasal.