Skinfaxi - 01.04.1947, Side 43
SKINFAXÍ
43
en í sveiflu og viðnámi fótanna er leitazt við að eyða cins
litilli orku og tíma og unnt er.
Hreyfingar armanna leitast við að lialda jafnvægi og leggja
bolinn betur i spyrnuátt fótanna, þá má segja, að þeir
haldi hlauparanum uppi — vinni gegn falli bolsins áfram. —
Til þess að ræða nánar einstök atriði hlaupsins, vel ég
að hluta það niður í eftirfarandi kafla. a) viðbragðsskref,
b) liraðaaukningarskref, c) sprettskref.
í lýsingunni miða ég við ldaupara, sem i kropinu hefur
hægra fót aftar.
A. Viðbragðsskrefin.
Viðbragðsslsrefin eru tvö fyrstu skrefin eða nánar tiltekið,
skrefin frá því að hægri fótur spyrnir til spretts í viðspyrn-
una og þar lil liann hefur spyrnt í aftur. (Mynd 4 A og B).
Þegar er liægri fótur hefur spyrnt í viðspyrnuna, hefst
spyrna vinstri fótar (fremri). (Samkvæmt rannsóknum um
0.01 sek. síðar). Augnablik verka spyrnur beggja fóta í senn
á bolinn. Spyrna freinri fótar stendur lengur yfir, en spyrna
þess hægri (samkv. mælingum tvöfalt lengri tíma hjá miðlungs
spretthlaupara).
5. mynd.
Athugið, hve tær liægri fótar eru skammt frá jörðu í færslu
fótarins fram. Gerl til þess að eyða sem stytztum tíma
í færsluna.