Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1947, Side 12

Skinfaxi - 01.04.1947, Side 12
12 SKINFAXI þykja vænt mn þau verlc sín, seni unnin hafa verið af kostgæfni og alúð. Þannig hníga rökin að þvi, að þetta fólk hvorki vill né getur yfirgefið heimili sín fyrr en því tiafa verið sköpitð atvinnu- og afkomu- skilyrði annars staðar. Það er þetla, sem ríkisvaldið þarf að gera á skynsamlegan liátt. Svo framarlega sem við ætlum að vélnýta landbúnaðinn verður þró- un nýs byggðaskipulags að eiga sér stað. Því miður nnm ckki verða hjá því komizt, að henni fylgi nokk- ur fjárhagsleg harmkvæli vegna þeirrar fjárfestingar, sem átt hefur og á sér stað á býlum, er úr byggð munu falla. En því meir sem unnið verður á móti hinni eðlilegu þróun, því meiri verður sú fjárfesting, sem ekki kemur framtíðinni að notum og fjárhagstjónið þcim mun meira. Það skynsamlegasta, sem hið opin- ltera getur gert, er því að leiða þessa þróun og öi'va liana eftir því sem fjárliagsleg geta leyfir, beinlinis til að hindra sóun fjármuna. Það verður ekki betur gert á annan hátt en þann að hjóða fólkinú nýja atvinnu- aðstöðu, þar sem starfsorka þess nýtist betur í þágu þjóðfélagsheildarinnar. Hitt verður líka að gera sér Ijóst, að verulegar fram- kvæmdir í þessa átt kosta mikið fé. Þess vegna ríður mjög á, að því fé, sem til þeirra fer, sé hyggilega varið. Tcl ég stofnun byggðahverfa hyggilegustu lausn- ina, ]>ví þannig megi ná þeirri samvinnu, sem nauð- synleg er, til að hagnýta tæknina. Kostir þeir, sem þetta fyrirkomulag hefur fram yfir einstöku nýbýlin, sem stofnuð liafa verið til þessa, eru margir. Við und- irbúning og ræktun notast öll stórvirk áhöld því hetur sem landið er stærra. Ibúðarhús yrðu af sömu gerð, og byggð af vinnuflokki, sem fengi æfingu i byggingu þeirra, svo efni og vinnuafl mundi notast betur en ella. Félagseign væri sjálfsögð á þeim stóru og dýru vélum, sem framleiðslan þarfnast, og mín skoðun er, að ekki mundi líða á löngu þar til fullkomin sam-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.