Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1947, Síða 14

Skinfaxi - 01.04.1947, Síða 14
14 SKINFAXI þótt gæta verði þess, að ofsetja ekki gróðurlendi lands- ins með of miklum fjölda. Vegna þess að sauðfjár- ræktin þarf mikið landrými, þurfa búin að vera stór og heimilin fjölmenn. Sauðfjárbú með 1000—1500 fjár er glæsilegur atvinnurekstur, þar sem skilyrði eru góð. Slilc Jjú gælu vel verið sameign systkina eða ann- arra náinna skyldmenna, og heimili væru sterk félags- leg licild. Vitanlega þyrftu þau að liafa mikið land til umráða, og nægilegt ræktunarland til heyskapar. Þannig mundi sauðfjárræktin bæði verða arðvænlegri og auðveldari en nú er. Hér hefur þá í stuttu máli verið reynt að svara þessari spurningu frá sjónarmiði höfundar. Vitanlega er hér um ófullkomið svar að ræða, þvi efnið er nægi- legt í lieila hók. En að lokum skal þetta tekið fram: Það er vænlegast til árangurs í þessum málum að sleppa allri rómantík um gildi einangrunar og strits. Hins vegar ber að virða viðhorf og tilfinningar þess fólks, er varið liefnr kröftum sínum til uppbyggingar við erfið skilyrði og ekki vill mela lífsstarf sitt að engu. Þeir aðilar verða þó að setja sig inn i þær breyttu þjóðfélagsástæður, sem lijá okkur eru að skapast, og heimta hreytingar til liagshóta fyrir fram- tíðina. Ef takast mætti að skapa gagnkvæman skiln- ing milli ríkisvaldsins og einstaklinganna á nauðsyn þessarra breytinga, og á þeim skilningi tækist sam- vinna um lausn málsins, mundu miklir erfiðleikar sparast og fjármunir einnig. En til þess að svo megi verða, þarf að hverfa sá pólitíski reipdráttur, sem enn þá stendur um viðliorf sveitafólksins til málsins. Sem betur fer hefur skilningur þess aukizt mjög á síðustu árum og svo mun verða framvegis. Takist ekki að leysa þetta mál á viðunandi hátt, hlýtur þjóðin að bíða bæði fjárhagslegt og menning- ai-legt tjón af vanrækslu þeirrar kynslóðar, sem nú lifir. Ásmundur Sigurðsson.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.