Skinfaxi - 01.04.1947, Síða 19
SKINFAXI
19
lians og skoðanir, og þá einkum fyrri liluta ævi lians.
Þegar bæjárbókasafn HafnarfjarSar fékk ný húsa-
kynni og aukiS starfssviS áriS 1938, þótti þaS sjálf-
sagt, aS Magnús Stefánsson gerSist bókavörSur. Hann
hóf starfiS og var nú þrátt fyrir allar eigin skoSanir
kominn í þá aSstöSu, sem heppilegust var á þeim
timum talin íslenzkum skáldum og rithöfundum. Nú
gat hann veriS áliyggjulaus um afkomu sína, er ellin
tók aS sækja hann heim. En lieilsan leyfSi honum
ekki aS gegna því eina fasta starfi, sem hann hafSi
sætt sig viS aS takast á hendur um ævina. Hann hlaut
aS segja starfinu lausu.
Eins og fyrr er frá sagt hafSi Magnús ort rímur
sínar af Oddi sterka áriS 1932. Engan þarf aS undra,
aS liann valdi sér slíkt yrkisefni. Gamall skútukárl,
sem var auk þess aS mörgu leyti utan viS venjulegt
mannlíf og minni máttar í þjóSfélaginu, var kjöriS
yrkisefni fyrir Örn Arnarson. Oddsrímur sameina öll
helzlu skáldskapareinkenni lians: FonnfegurS ognæst-
um talonarkalausa liagmælsku, kímni, ljóSrænu, veS-
urlýsingar og myndaþrótt og kaldrifjaSa ádeilu, ef
því var aS skipta. Oddsrímur eru skilyrSislaust í ætt
viS Á Öngulseyri, þó aS formiS sé næsta ólikt.
Ekki lét Magnús sér tíSara um Oddsrímur en ann-
an kveSskap sinn, og ekki hafSi hann neitt í huga
aS gefa þær út i bókarformi. Samt hefSi honum ekki
veitt af skildingum á þeim árum. ÁriS 1938 komst Sig-
urSur Nordal prófessor yfir rímumar. Fór hann þá á
fund Magnúsar og bauS honum aS sjá um útgáfu
þeirra. Tók Magnús þvi boSi.
Þegar Magnús var nú kominn á föst skáldalaun,
Oddsrímur voru út komnar og öSru hverju birtust
eftir hann kvæSi i blöSum og tímaritum, varS ekki
hjá því komizt, aS ýmsum dytti i hug heildarútgáfa
af kvæSum skáldsins. Tóku honum nú aS berast til-
boS í útgáfuréttinn, og voru honum boSnir meiri
2*