Skinfaxi - 01.04.1947, Side 31
SKINFAXI
31
segja jafnskjótt og þeir komast á bragðið, stjórnlaus-
ir tóbaksvargar. Nú mun flestum koma saman nm
])að, að það sé ekki sjálfrátt, Iivað hverjum finnsl
gott eða vont. Hitt er svo augljóst, að það er ekki
nokkur manndómsraun af mér að bafna því, sem
mér býður við, þó það taki á taugarnar, að neita
sér um það, sem brennandi ástríða er til. En sumum
mönnum er svo Iiátlað við vín, að þeir bafa ekkí
lyst nema á litlu í einu, aðrir geta drukkið sem þeir
vilja, en alltaf ástriðulaust, en þeir þriðju verða því
sólgnari i vín, sem þeir drekka meira.
Eg vildi verða síðastur manna til að vanmcta skap-
styrk og viljaþrótt, en rökvilla sem þessi er mér við-
urstyggð. Það mætti þá eins rekja það til andlegra
yfirburða og æðri sáíarþroska, að sumir menn eru svo
gerðir, að þeir gela borið í sér alla ævi bráðnæmar
og banvænar sóttkveikjur, án þess að verða nokk-
uru sinni misdægurt. En það er nú ekki litið þannig
á, og það er t. d. verið að útrýma taugaveikinni
hér á landi með því, að þessir sýkilberar hennar eru
Iiafðir undir sérstakri vörzlu, Iivar sem þeir finnast.
Þjóðarnauðsyn þykir réttlæta það, að svipta þá sjálf-
sögðustu og bversdagslegustu mannréttindum. En
á sýkilbera áfengisbölsins er litið sem sérstakar fyrir-
myndir og æðri manngerð.
Hættan stafar frá sýkilberunum. Bölið leggst á
sjúklingana.
Almenningsálitið getur ekki skapað bófdrykkju og
svokallaða áfengismenningu, vegna þess, að nokkr-
um hluta fólksins er ekki sjálfrátt, þegar ])að er far-
ið að drekka. Það skiptir blátt áfram engu, bvað aðrir
segja eða bvað þessum mönnum finnst sjálfum. Allt,
sem gott er í þessum auðnuleysingjum, gerir uppreisn
gegn drykkjufýsninni. Flestir ofdrykkjumenn, ef ekkí
allir, munu beyja barða innri baráttu og þola miklar
sálarkvalir, áður en þeir eru gjörfallnir ofdrykkju-