Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1947, Side 34

Skinfaxi - 01.04.1947, Side 34
34 SKINFAXI Ef þú vilt, getur þú lijálpað mér, sagði kanverska konan. Er ykkur ekki, sem þið heyrið bænarorð allra þeirra, karla og kvenna, sem þjást vegna drykkju- fýsnar sjálfra sín og ástvina sinna? Og gleymið ekki heldur þeirri drykkjuhneigð, sem í blóðinu býr, þótt enn liafi ekki vakin verið. Finnið þið ekki, hvílíkur raunur það er að mega vita sig og sína örugga fyrir áfenginu í návist ykkar eða freistaða af því? Skiljið þið þá ekki, að bindindisfélögin eru fóstbræðralag til verndar og líknar, þar sem mest þarf með. Þið hafið rétt til að efast um einstök löggjafaratriði, en þið megið aldrei efast um persónulega ábyrgð og per- sónulega þýðingu ykkar sjálfra. Vertu trúr þeim von- arneista, sem lifir í öskunni undir áfengisbölinu. Lyftu djarflega blysi bindindishugsjónarinnar og gleymdu aldrei orðunum: Blóð bróður þíns hrópar til min af jörðinni. —- Ef þú vilt, getur þú hjálpað mér. Verið þið öll sæl i góðum vilja og góðu starfi. Ungmennafélagar! Vinnið ötullega að ankinni útbreiðslu Skinfaxa. Árg. kostar ltr. 10.00 Gjalddagi er 1. október. Þið, sem ekki hafið greitt Skinfaxa fyrir árið 1946 eða eldri árganga, gerið strax skil til stjórnar viðkomandi Umf. sem annast greiðsluna til U.M.F.Í. Vcrum samtaka um eflingu Skinfaxa. Ungmennaf élög! Sendið Skinfaxa greinar um framkvæindir ykkar og félags- störf. Látið myndir fylgja með, ef til eru. Bréfaskipti við norskt æskufólk. Margir norskir æskumenn bafa sent U.M.F.I. lieimilisföng sín og óskað eftir því að komast í bréfaskipti við íslenzka æskumenn. Voru mörg þessi heimilisföng, ásamt ýmsum upp- lýsingum birt í 1. hefti Skinfaxa 1946 og viðbót í þessu licfti. Það eru eindregin tilmæli U.M.F.f. að lcsendur Skinfaxa og Umf. almennt vinni að því að taka þessurn tilmælum vinsam- lcga og hefja bréfasambönd við frændur okkar í Noregi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.