Skinfaxi - 01.04.1947, Side 47
SKINFAXI
47
jörðu lóðrétt undir þungamiðju líkamans og á þá hnéð að
vera lítið eitt bogið.
Eins og fyrr hefur verið sagt, verður lireyfing fótarins aflur
til spyrnunnar að vera liröð og lagt i liana afl og snerpa.
ílreyfing hans á að vera, miðað við hreyfingu þungamiðju
við jörðu, eins hröð og lielzt hraðari, þegar fóturinn nemur
við jörðu, en liraði líkamans er áfram.
2. Spyrn a n. í viðnámi fótarins nemur táberg eða
frekar framanverður jarki fótarins við jörðu og svo sígur
liællinn þar til liann næstum því snertir jörðu, meðan hnéð
er litið eitt bogið. í sömu andrá og fóturinn nemur við er
spyrnan framkvæmd með allri þeirri orku og snerpu sem
hlauparinn á til.
Úr beygju linésins er ekki rétt, svo að úr þeirri réttingu
fæst cngin kraftur, en liin öfluga krafslireyfing fótarins aftur
á að valda spyrnunni. Spyrnan heldur áfram þar til táberg
eða tær hafa losnað frá jörðu.
Við það að spyrnan er framkvæmd með öflugri sveiflu
spyrnufótar aftur, en um leið er sveiflufætinum stigið fram,
myndast hringhreyfing í mjöðmum í átt til spyrnufótarins,
en hreyfingar armanna vega á móti þessu og leggja bolinn
inn i kraftlínu spyrnunnar. Undir eins og spyrnunni lauk
verður sá fótur sem spyrnuna framkvæmdi að sveiflufæti. (Sjá
mynd 7).
III. HVÍLD — MÝKING.
Sumir góðir spretthlauparar tala um „hvíld“ á vissum augna-
blikum meðan þeir hlaupa 200 m. og lengri sprettlilaup. Þeir
líkja þessari „livild“ við það sem á bílstjóramáli er kallað að
„frihjóla".
Þessara „hvílda“ er ekki rétt að unna sér á 100 m eða
styttri spretthlaupum, en á lengri spretthlaupum allt upp
að 800 m hlaupi, er talið rétt og liagkvæmt að njóta þessarar
hvildar. Meðan að hlauparinn sprettur úr spori eftir braut-
inni eru réttivöðvar fótanna samandregnir og ef til vill er
samdráttur þeirra öflugri en þyrfti til viðhalds liraðanum.
Þjálfaður spretthlaupari getur þvi með æfingu mýkt vöðvana
i nokkrum skrefum um miðbik sprettsins og dregið andan
dýpra, án þess að raska lilaupalagi eða draga úr hraða. Byrj-
andi dregur venjulega úr hraðanum, en liann mun bráðlega
komast á lagið með að mýkja vöðva sína, án þess að draga
úr hraðanum. Margir spretthlauparar, sem eiga á hættu að
fjötrast af þreytu i lok sprettsins, álíta að mýking vöðva