Skinfaxi - 01.04.1947, Page 49
SKINFAXI
49
eða „livíld“ um miðbik hlaupsins færi þeim betri árangur,
þó að þeir eigi á hættu að draga svolítið úr liraðanum.
IV. HLAUPLOK.
Spretthlaupari á að loknum 15 fyrstu metrum sprettsins að
liafa náð hámarkshraða og þeim liraða verður liann að halda
í mark.
Ef jspretthlaupari hleypur með fullum tiraða, eru engar
breytingar á bollegu eða hreyfingu útlima, sem geta fært
lionum aukinn liraða.
Það leiðir af sjálfu sér, að röskun á góðu hlaupalagi, þegar
nálgast cr markið, mun aðeins draga úr framvindu lilaups-
ins. Að vísu eru til spretthlauparar, sem álíta að þeir græði
á því að stökkva, teygja eða vinda sig í mark, en reynsla er
fyrir því, að þeir framkvæma elcki þessa tilburði, ef um
liarða kcppni er að ræða.
Ennfremur má ganga að því vísu, að spretthlaupari, sem
getur við markið framkvæmt slíka tilburði, liefur ekki á
sprettinum lagt sig allan fram.
Héraðsmót íþróttasambands Strandasýslu
var lialdið á Víðidalsárgrundum l(i.—17. júni 194(i. Fyrri dag-
inn fóru fram undanrásir og flokkun keppendanna, en seinni
daginn úsrlit. Á keppendaskrá voru 38 keppendur frá 5 fé-
lögum: Umf. Geisla, Umf. Reýni, Umf. Hvöt, Umf. Neista
og sundfél. Gretti. Ræður fluttu: Hermann Jónasson fyrrv.
forsætisráðherra og Iiaukur Helgason bankamaður. Þá voru
sungin ættjarðarljóð.
Úi-slit urðu:
100 m. hlaup: Ananias Bergsveinsson (Geislinn) 13 sek.
200 m. hlaup: Magnús Guðmundsson (Neisti) 25,4 sek. Hann
vann einnig hástökk án atrennu (1.15 m.) og hástökk með at-
rennu (1,45 m.).
1000 m. hlaup: Þórarinn Guðmundsson (Geislinn) 3,16:2 m.
Kúiuvarp: Ríkarður Sæmundsson (Neisti) 10,65 m. Hann vann
einnig langstökk án atrennu (2,77 m.).
Spjótkast: Magnús Jónsson (Geislinn) 35,65 m.
Kringlukast: Pétur Magnússon (Reynir) 30,94 m. Hann vann
cinnig iangstökk með atrennu (5,09 m.) og þrístökk án atrennu
(7,88 m.) og þrístökk með atrennu (11,43 m.).
4x100 m. boðhlaup: Sveit frá Umf. Geislanum vann á 55 sek.
4