Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1947, Side 58

Skinfaxi - 01.04.1947, Side 58
58 SKINFAX'l Kit isend Skinfaxa. Gömul kynni. I>að mun sjaldgæft að sveitakonur liefji rithöfundarfcril sinn um sjötugt. En þannig er því varið með Ingunni frá Kornsá. Fyrsta bók hennar, Bókin min, kom út 192(5 og var Ingunn )>á tæplega 71 árs að aldri. Tíu árum síðar kom út eftir hana önnur bók — Jitinningar — og á s.l. hausti kom heildarsafn af verkum Ingunnar, er nefnist Gömul kynni. Eru það tvær fyrri bækur hennar og nokkur viðbót. Mikið ritsafn, 336 bls. í stóru broti. Útgefandi er Þorsteinn M. Jónsson á Akure'yri. Ilér verður enginn ritdómur birtur um þessa gagnmerku bók. Hitt skal aðeins tekið fram. að luin er holtur lestur ung- um sem gömlum og mun svo lengi verða. Margt ber til þess. Frásagnargáfa höfundar er frábær og málfar allt og stíll Ijúfur og skemmtilegur. Viðfangsefnið er rammíslenzkt, eins og frá- sögn af æskuheimili liöfundar, ættmennum hennar, ferða- minningar, frásögn af einkennilegu fólki, dýrasögur, ævintýri, dulrænar sögur og ýmsar hugleiðingar höfundar. Ennfremur eru birtar umsagnir nokkurra merkismanna um bækúr Ing- unnar og formáli er fyrir lienni eftir dóttur Ingunnar, frú Guðrúnu Björnsdóttur á Siglufirði. Er það stórfróðleg ritgerð, -sem hæfir vel þessari góðu bólc. Þar er skýrt frá því, hvernig bækur Ingunnar urðu til, og eínnig verður öllum Ijósara en áður, livernig höfundur hefur getað afkastað sliku ritverki, þegar ævin var að meiru en helm- ingi gengin. Æðrulcysið og samúðin mcð öllu þvi, sem lifði og brærðist, var henni i l>lóð l>orið, og þegar slík kona fékk tómstund til ritstarfa, þarf engan að undra, þótt eitthvað liug- þekkt og fagurt kæmi frá henni. Frú Guðrún lýsir i formála sinum bernskulieimilinu í Grímstungu og segir: „Mannna sagði okkur sögur: bernskuminnipgar sinar, ævintýri um karl og kerlingu, kóngsdætur í álögum, álfadrottningar, förumenn og einstæðinga. Hjá henni skyggndust við betur inn i sálarlif söguhetjanna en hjá nokkrum öðruin. Þær urðu vinir okkar og förunautar. Með þeim grétum við og hlógum.“ Höfundur hefur næman skilning og glöggan á samtíð sinni, mönnum og málefnum. Minnið er með afbrigðum gott, og það broslega fer ekki fram hjá henni. Þarna finnst aragrúi af ýmis konar kveðskap og hnyttnum, orðréttum tilsvörum margra inanna. Sé höfundur ekki alveg viss, þá er varnagli sleginn. Margar hafa frásagnirnar ýmsa beztu kosti íslendingasagna,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.