Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 60

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 60
60 SKINFAXl starf sitt meðal þeirra. Hann er einnig kunnur íþróttamönnuni almennt sem ritstjóri íþróttablaðsins, og fjölda mörgum öðr- um sem blaðamaður og rithöfundur. Bókin liefst á formála eftir Þorstein Einarsson íþróttafull- trúa. Þar segir m. a.: „Mér liefur við iestur þeirra fundizt, sem ég væri ýmist kominn á áhorfendabekk á stórum leik- vangi, gripinn af æsingu keppninnar, eða í spor keppandans, sem með beitingu hugsunar, vilja og liæfni vöðva, berst við snjalla keppendur til þess að ná sem lengst, liæst eða lirað- ast. Grunntónn allra frásagnanna er þrautseigjan, drengskap- urinn og göfugmennskan.“ Bókinni er síðan skipt í 12 kafla, er allir segja frá merkum iþróttamönnum eða íþróttaviðburðum, sem höfundur hefur ým- ist verið sjónarvottur að eða fer eftir frásögnum sjónarvotta. Þessir þættir eru skemmtilega skrifaðir og atburðir og persón- ur, sem hún segir frá, hrifa heilbrigt æskufólk, sem allt ann drengilegu íþróttastarfi. Bókin verður þvi áreiðanlega mörg- nm til yndis og ánægju. Margar myndir prýða liana og pappír cr góður. Svng guði dýrð. Þetta er snoturt kver, sem liefur að geyma 41 sólm, er Yaldi- mar Snævarr áður skólastjóri í Neskaupstað liefur frumort eða þýtt. Útgefandinn er Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri. Höfundurinn er löngu þjóðkunnur fyrir ljóð sín, einkum þau andlegu, enda hefur liann ætíð verið áhugamaður um trúmól og kirkjuleg málefni. Margir sálmarnir hafa áður birzt liing- að og þangað og eru án efa mörgum kunnir. Er vel farið, að þeir eru nú allir komnir i liandhægt kver. Mun því vel fagnað af öllum þeim, sem unna andlegm Ijóðum með þjóð- inni og þeir munu fleiri en marga grunar. D. Á. Þórleifur Bjarnason: Svo kom vorið- Skáldsaga. Þessi stutta skáldsaga er vel sögð og lipurlega samin. Hún lýsir hamförum náttúrunnar á yztu ströndum og átökum mann- anna við einangrun og dreifbýli. Sagan er of stutt til þess að vera raunhæf baráttusaga fólksins á lijaranum, liún gerir þessu efni aðeins skil á rómantiskan hátt, án þess að höf. sökkvi sér niður i verkefnið með langlundargeði og skyggni hins kaklrifjaða þjóðfélagskoðanda. Allt um það er sagan Ijós og lifandi og skemmtileg aflestrar. Aðalstyrkur hennar ligg- ur í persónulýsingunum. Þær eru á köflum meistaralegar. Sagan er í eðli sínu hádramatísk. Við lestur liennar datt

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.