Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 61

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 61
SKINFAXI 61 mér fljótt i liug, liversu gott útvarpsleikrit mætti úr henni gera, ef vel væri á spilunum haldið. Svo að segja allar per- sónurnar eru leikritapersónur. Að visu vantar ástarþráðinn, en úr því mætti bæta á auðveldan hátt, ef höf. kærði sig um. Það var alltaf ætlun min að benda á hæfni sögunnar til út- varpsflutnings, ef ég segði um Iiana nokkur orð. Ég styrkt- ist í þessu, er ég lieyrði þætti úr Fuglinum í fjiirunni flutta í útvarpið 1. maí. Höfundur Hornstrendingabókar hefur liér sent frá sér fyrslu skáldsöguna, en Iiann mun nú vinna að sagnabálki allmikl- um. Þessi stútta skáldsaga hans spáir góðu um hann sem rit- liöfund. Að sjálfsögðu verður þó að gera kröfur til þess, að hann leiði hin þjóðfélagslegu átök betur fram. Bak- grunnur er góður í þessari bók, persónur skýrar og skemmti- legar, og höf. virðist sjá prýðilega. S. J. Af gömSum dagbókarblöðumo Vorið 1943 lauk ég prófi við Carletonháskólann í Minnesota- fylki í Bandaríkjunum. Námið var erfitt um veturinn, og sat ég löngum við lestur og skriftir, án þess að gera viðreist eða sjá mig nokkuð um. En undir niðri ól ég þá von, að mér yrði fært að ferðast eitthvað um landið, þegar prófum væri lokið. Meðan ég beið eftir skólaslitum eftir prófhriðuna — en sú bið hefur mér jafnan þótt notalegt millibilsástand —, breyttist þessi von min í áætlun, og ákvað ég að fara vestur á Kyrrabafsströnd i fyrsta áfanganum. Bar tvennt til ])ess. í fyrsta lagi hafði ég jafnan heyrt það vestra, að enginn gæti talið sig hafa séð mikið af Bandarikjunum, ef hann liefði ekki séð vesturströndina. í öðru lagi átti ég gamlan vin vestur i Wasliingtonríki, sem mörgum sinnum liafði látið þá ósk í Ijósi í bréfum, að ég kæmi vestur þangað og dVeldi hjá sér nokkurn tíma áður en ég hyrfi aftur heim til íslands. Ég hafði að vísu aldrei séð þcnnan vin minn, en við höfðum skrifazt á þau tvö ár, sem ég hafði dvalið vestra, okkur báð- um til mikillar ánægju, þó að aldursmunur væri margir ára- tugir. Er það ætlun mín liér, að segja ofurlítið frá þessari ferð niinni. Ég kom tii Sealtle í Washingtonfylki mánudagsmorg- uninn 31. maí, eftir þriggja sólarhringa þreytandi ferð í lang-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.