Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1947, Blaðsíða 62

Skinfaxi - 01.04.1947, Blaðsíða 62
SKIXFAX! 62 fcrðabil. Fcrðalögin torvelduðust' mjög, þegar Bandaríkín fóru í striðið og herskyidan varð almenn. Þá var eins og öll þjóðin kæmist á ferð og flug. Nýíiðar á ieið til æfingastaða tóku upp heilar járnbrautarlestir, hermenn i friiim sátu ails stað- ar fyrir rúmi í flutningatækjum, konur og unnustur hermann- anna voru á sifelldum ferðalögum milli lierbúða og liafnar- bæja, þar sem sjóðliðarnir höfðn aðsetur. Allt færðist úr forn- um skorðum. Og sá, sem ekki var í einkennisbúningi, átti það sífeilt á hættu að verða af vagni, ef margir hermenn ætluðu sömu leið og hann. Seattle er ein stærsta borgin á Kyrrahafsströndinni með allt að liálfri millíón ibúa. Borgarstæðið er með afbrigðum fagurt. lír borgin reist á hæðum og eiðum milli sjávarsunda og stöðuvatna, en snæviþakin fjöll blasa við í fjarska. Gróð- ur er þar mikill og trjátegundir margar. Ber mikið á greni, enda er Washingtonfylkið stundum nefnt „sígræna fylkið1 . Seattle er mikil hafnarborg, sem skipti hefur við Kína og önnur austurlönd. Margir Islendingar eru búsettir i Seattle. Þar býr Jakobína .lohnson skáldkona. I^að var ætlun mín, að stanza noklcra daga í Seattle, áður en ég héldi lengra norður cftir. En ég komst fljótt að raun um, að húsnæðisvandræði voru geysileg í borginni, og reyndi ég í tvo klukkutima að útvega mér herbergi i hóteli cða ein- hverjum gististað, en allt var árangurslaust. Þannig var yfir- leitt ástatt um húsnæði í öllum meiri háttar hafnarborgum á vesturströndinni, því að stríðið hafði í för með sér stórum aukna atvinnu við skipasmíðar, og einnig hafði sjóherinn lagt undir sig heil liótel. Þegar ég hafði setið við simann þar til ég var orðinn úrkulá vonar, reyndi ég sem lokaráð að hafa fal af álitlegum leigubílstjóra og spyrja hann, hvort hann vissi um nokkra smugu. Þetta ráð reyndist mér oft vel á ferðalagi mínu, sem alls stóð yfir i fimrn vikur. Að vísu rak ég mig á það, að vanda þurfti valið á þessum bílstjórum, því að ekki voru þeir allir svo ýkja nákvæmir með að velja jafn- an slytzta veginn, eða flýta sér um of. — Þetta kom samt fyrir ekki. Enginn vissi um nokkurt pláss. Ég ákvað því að dvelja ckki lengur í Sealtle í þetta skiptið, en geyma mér heldur að skoða borgina og leita uppi Islend- inga þangað til í bakaleiðinni. Ilélt ég svo áfram norður til Bellingham, sem er borg á stærð við Reykjavik, cigi alllangt frá Seattle, og var ég þá kominn nálægt áfangastað inínum. Gekk mér greiðlega að útvega mér þar herbergi í gistihúsi. Og er ég hafði fengið mér gott bað og hvílt mig eftir ferð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.