Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1947, Side 63

Skinfaxi - 01.04.1947, Side 63
SKINFAXI 63 ina, tók ég að spyrjast fvri um ferðir norður í íslendinga- byggðina, þar sem vinur minn átti heima. Áður en lengra er lialdið, er rétt að gera sér nokkra grein fyrir staðhóttum. Þarna vestur við Kyrráhafið, eða öllu held- ur við flóa, sem inn úr þvi gengur, eru tvær íslendingabyggðir. Önnur þeirra er í Blaine, litlu þorpi rétt við kanadisku ianda- mærin, bin á tanga sem heitir Point Roberts, og er hann utan- verðu við flóann, gegnt Blaine. Byggð þessa kalla íslending- ar sín i milti Tangann. Svo einkennilega vill til, að landa- mæralínan milli Kanada og Bandaríkjanna er beint yfir fló- ann og sker tangann í tvennt, þannig, að Tangabúar eru Bandaríkjaþegnar, þó að landfræðilega gangi tanginn út úr Kanada. Allt þetta sá ég á kortinu, sem ég bafði keypt mér i Seattle. ög nú varð mér ljóst, að þar sem vinur minn bjó á Tangan- um, þurfti ég að fara inn í Kanda, til þess að ná fundi hans. Ég ákvað nú að fara niður í skrifstofu gistibússins og spyrj- ast fyrir um ferðir út á Tangann. En maður sá, er gistihús- ið rak, virtist í meira lagi ókunnugur á þessum slóðum. Vissi bann ekkert um l'erðir þangað. Spurði ég liann þá, hvort bann vildi ekki sima eitthvað fyrir mig og leita upplýsinga. „Jú, það er sjálfsagt, að ég lTringi til Blaine fyrir yður, séra minn,“ sagði liann. „Hvcrs vegna séra?“ spurði ég og hló við. „Eriið þér þá ekki prestur?“ spurði liann. „Nei, því fer svo fjarri, ‘ svaraði ég. „Þá bið ég yður afsökunar, en ég hélt endilega að þér vær- uð prestur. ‘ „Það er ekkert að afsaka. Það er sjálfsagt bægt að lialda mann margt verra en ])að. — Annars hljótið þér að vera Svíi, fyrst þér eruð svona óspar á titlana." Nei, Svíi var bann nú ekki, en af sænskum ættum. Og nú kom löng saga um afa, sem fluttist frá Sviþjóð til Texas um aldamótin, hvað faðir hans licfði gert, og livað hann hefði sjálfur gert, þar til hann bafnaði sem gistiluiscigandi hér í Bellingham. Eins og svo oft áður undraðist ég, hve Banda- ríkjamaðurinn getur rakið úr sér garnirnar um sjálfan sig við bláókunnuga menn. Er sögunni var lokið, — en liana nenni ég alls ekki að skrifa hér upp, — fannst mér hálfvegis, að hann befði sagt „séra minn' til þess að fá tækifæri til samræðna. Nú berti ég á honum að hringja, og eftir töluvert stapp og Ivær eða þrjár uppliringingar, tjáði bann mér, að eina fasta

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.